Fundu flak e/s Reykjavíkur

Flakið er mikið brotið eftir 110 ár á hafsbotni og …
Flakið er mikið brotið eftir 110 ár á hafsbotni og verður kortlagt nánar á næstunni, en Ragnar og Arnar ætla í annan leiðangur fljótlega Ljósmynd/Arnar Þór Egilsson

Þann 12. maí sl. fannst flak flóabátsins Reykjavíkur í grennd við ytra Skógarnes á Snæfellsnesi, en skipið sökk árið 1908 eftir að hafa steytt á skeri.

Leiðangurinn sem fann flakið var á vegum rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum, en þeir Ragnar Edvardsson fornleifafræðingur og Arnar Þór Egilsson, kafari, staðsettu flakið. Arnar fann áður flak danska póstskipsins Phønix á sama svæði árið 2009 og þeir Ragnar gerðu í sameiningu út rannsóknaleiðangur til að gera fornleifakönnun og mælingar á flakinu.

Ragnar segir í samtali við Morgunblaðið að rannsókn á flaki Reykjavíkur sé á byrjunarreit, aðeins sé nýbúið að staðsetja það. Ritaðar heimildir gáfu grófa hugmynd um legu skipsins en flakið var síðan staðsett með tvígeislamælingum, að því er fram kemur í umfjöllun um skipsfund þennan í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert