Gul veðurviðvörun

Víða allhvöss eða hvöss suðaustanátt með talsverðri rigningu á Suður- og Vesturlandi í dag. Snarpir vindstrengir við fjöll sem eru varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Gul viðvörun gildir frá hádegi á Suðurlandi og á Faxaflóa og Breiðafirði frá klukkan 14.

„Vaxandi suðaustanátt, allhvasst eða hvasst og talsverð rigning sunnan- og vestanlands síðdegis. Úrkomulítið norðaustan til á landinu og hægari vindur fram á kvöld. 

Minnkandi suðvestanátt á morgun með skúrum fram eftir degi, en léttskýjað á NA-landi. Þar verður einnig hlýjast, upp í 15 stiga hita. Það er útlit fyrir að sunnanáttin verði ríkjandi út vikuna og vinda- og vætusamt á köflum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næstu daga

Vaxandi suðaustanátt með rigningu S- og V-til á landinu í dag, allhvasst eða hvasst og talsverð úrkoma síðdegis en hægari fyrir norðan og austan fram á kvöld. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast NA-lands. Suðvestan 8-15 og skúrir á morgun, en léttskýjað á NA-verðu landinu. Hægari og úrkomulítið síðdegis.

Á miðvikudag:
Suðvestan 8-13 og skúrir, en léttskýjað á norðaustanverðu landinu. Hægari og úrkomulítið síðdegis. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast NA-lands. 

Á fimmtudag:
Suðaustan 5-13 og rigning, einkum S- og V-lands. Vestan og suðvestan 8-18 síðdegis, hvassast SA-til. Hiti 4 til 13 stig, mildast á NA-landi. 

Á föstudag:
Suðvestan 5-13 og smáskúrir eða slydduél, en þurrt og bjart veður NA- og A-lands. Fer að rigna á S- og V-landi um kvöldið. Hiti breytist lítið. 

Á laugardag og sunnudag:
Suðlæg átt og rigning með köflum, en úrkomulítið og hlýtt í veðri NA-lands. 

Á mánudag:
Útlit fyrir rigningu og milt veður.

Veðurspá fyrir Reykjavík næstu daga.
Veðurspá fyrir Reykjavík næstu daga. Yr.no
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert