Íbúðarhús í nýju orlofshverfi Eflingar

Stóra-Fljót. Sex hús eru við hvora götu. Þar verða byggð …
Stóra-Fljót. Sex hús eru við hvora götu. Þar verða byggð íbúðarhús og verður yfirbragðið því annað en í hefðbundnum orlofshverfum. Tölvuteikning/Form

Efling stéttarfélag er að hefja framkvæmdir við byggingu sex íbúðarhúsa á landi sínu í Stóra-Fljóti í Reykholti í Bláskógabyggð. Húsin verða leigð út sem sumarbústaðir.

Sex hús til viðbótar verða byggð síðar. Þótt Reykholt verði ekki stærsta sumarhúsahverfi félagsins verður það samt flaggskip þess, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi  í Morgunblaðinu í dag.

Verkamannafélagið Dagsbrún keypti um 18 hektara skika úr landi Stóra-Fljóts í Biskupstungum árið 1944. Frá upphafi var ætlunin að reisa þar félags- og hvíldarheimili fyrir Dagsbrúnarfélaga, reykvíska verkamenn. Ekkert varð af framkvæmdum þá. Dagsbrún varð síðar að Eflingu með sameiningu verkalýðsfélaga. Nú er draumur forystumanna Dagsbrúnar loks að verða að veruleika, þó með öðru sniði sé en ætlað var í upphafi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert