Íslenskan breiðist út

Lilja Alfreðsdóttir í hópi fjörmikilla barna.
Lilja Alfreðsdóttir í hópi fjörmikilla barna.

Icelandic online er íslenskunámskeið sem nýst hefur og nýtast mun íslensku-nemendum út um allan heim.

Á ársfundi stofnunar Árna Magnússonar opnaði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vefgátt sem hýsir nýjustu gerð námskeiðsins. Þetta kemur fram á heimasíðu stjórnarráðs Íslands.

Frá árinu 2004 hafa yfir 200.000 notendur skráð sig á námskeiðið. Úlfar Bragason rannsóknarprófessor sagði, þegar hann kynnti vefgáttina, að aldrei hefðu fleiri talað né lært íslensku en nú.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert