Byggja íþróttahús fyrir 4,2 milljarða

Íþróttahúsið. Ráðgert er að framkvæmdum muni ljúka árið 2020.
Íþróttahúsið. Ráðgert er að framkvæmdum muni ljúka árið 2020.

Ráðgert er að framkvæmdir vegna byggingar fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri í Garðabæ hefjist í haust. Áætlaður kostnaður við verkið er um 4,2 milljarðar króna, en Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir að bygging hússins sé hluti af mikilli uppbyggingu á svæðinu við Vífilsstaði.

„Við erum að gera ráð fyrir um 1.500 íbúðum á svæðinu þannig að bygging íþróttahússins er hluti af þessari miklu uppbyggingu og þróun á svæðinu. Við vonum að húsið muni nýtast íþróttafélögum í Garðabæ jafnt sem einstaklingum þegar byggingu þess er lokið,“ segir Gunnar, en áætluð verklok eru undir lok árs 2020.

Fyrr á þessu ári efndi Garðabær til hugmyndasamkeppni um hönnun íþróttahússins, en tilboðin voru opnuð sl. laugardag. Þar bar tillaga verktakafyrirtækisins ÍAV sigur úr býtum, en í henni er gert ráð fyrir yfirbyggðum knattspyrnuvelli auk aðstöðu fyrir aðra íþróttastarfsemi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert