Komu ekki landgangi að þotunni

Veðrið í dag setti nokkuð strik í reikninginn þegar kom að flugsamgöngum til og frá landinu.

Farþegar í farþegaþotu Icelandair frá Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, sem mbl.is heyrði í þurftu að bíða í klukkutíma á Keflavíkurflugvelli eftir að þotan var lent.

Ekki tókst að koma landgangi að farþegaþotunni fyrr vegna veðursins. Ekki væsti hins vegar um farþegana á meðan þótt almennt hafi þeir viljað komast frá borði sem fyrst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert