Prjónauppskrift er stærðfræðikúnst

Sjöfn og Grétar Karl ásamt Ara Sjafnar, sem hefur stundað …
Sjöfn og Grétar Karl ásamt Ara Sjafnar, sem hefur stundað fyrirsætustörf nánast frá fæðingu. mbl.is/​Hari

Styrkleikar þeirra Sjafnar Kristjánsdóttur og Grétars Karls Arasonar eru sinn á hvoru sviðinu og því var augljóst hvernig verkaskiptingin yrði þegar þau stofnuðu netverslun með prjónauppskriftir fyrir rúmu ári.

Þótt Grétar kunni ekkert að prjóna er hann orðinn vel viðræðuhæfur um flest sem lýtur að prjónaskap og eru þau Sjöfn með ýmsar hugmyndir á prjónunum, t.d. að færa út kvíarnar og fara í útrás.

Hún hannar og prjónar. Hann sér um tæknina og fjármálin. Hún er fiðrildi. Hann er excelmaður. Hennar orð. Hún heitir Sjöfn Kristjánsdóttir og er með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði og forstöðumaður dægradvalar við Vatnsendaskóla. Hann heitir Grétar Karl Arason og er viðskiptastjóri hjá Símanum. Þau eru teymið á bak við Petit Knitting, netverslun sem þau settu á laggirnar í fyrra, og selja stakar prjónauppskriftir að barnafatnaði.
Sjá samtal við Sjöfn og Grétar Karl í heild í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert