Vígslubiskup vill að mörk séu virt

Kristján Björnsson, nýr vígslubiskup í Skálholtsbiskupsdæmi.
Kristján Björnsson, nýr vígslubiskup í Skálholtsbiskupsdæmi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég mun leggja mikla áherslu á að vera í góðu sambandi við það fólk sem sinnir grunnþjónustu kirkjunnar,“ segir Kristján Björnsson, sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli, sem bar sigur úr býtum í síðari umferð í kjöri um embætti vígslubiskups í Skálholtsstifti.

Atkvæði voru talin á laugardag og hlaut Kristján 371 atkvæði eða 54% atkvæða. Sr. Eiríkur Jóhannsson, prestur í Háteigsprestakalli, hlaut 301 atkvæði eða 44% atkvæða. Á kjörskrá voru 939 og greiddu 682 atkvæði, sjö seðlar voru auðir og þrír ógildir. Kosningaþátttaka var 73% .

„Það var mjög ánægjulegt að úrslitin skyldu vera afgerandi og báðir fengum við góða kosningu. Ég er mjög þakklátur fyrir vegferðina og það eru forréttindi að vera í hópi með Eiríki Jóhannssyni og Axel Njarðvík,“ segir Kristján um meðframbjóðendur sína í kosningum sem tekið hafa heilt ár.

Sjá samtal við Kristján í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert