16 stiga hiti í dag

Það verður fínt veður á Raufarhöfn í dag.
Það verður fínt veður á Raufarhöfn í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Minnkandi suðvestanátt í dag. Léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi, annars skúrir en úrkomulítið síðdegis. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands, segir meðal annars í spá fyrir daginn í dag.

Í nótt fer að rigna á Suðaustur- og Austurlandi og á morgun fer lægð norður yfir landið með rigningu víða um land. Á eftir lægðinni snýst vindur í vestan 8-13 m/s og annað kvöld má búast við skúrum eða slydduéljum.

Um helgina er útlit fyrir sunnanátt með rigningu, en úrkomulítið og hlýtt veður norðaustan til á landinu, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næstu daga

Sunnan 10-15 og skúrir, en léttskýjað á NA- og A-landi. Hægari og úrkomulítið síðdegis. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast NA-til. Fer að rigna á SA- og A-lands í nótt. Víða rigning á morgun og snýst í vestan 8-13 m/s, fyrst S-til. Hiti yfirleitt 5 til 10 stig. Skúrir eða slydduél annað kvöld, en léttir til A-lands.

Á fimmtudag:
Suðlæg eða breytileg átt 5-13 og rigning, en skúrir V-lands. Hiti yfirleitt 5 til 10 stig. Léttir til A-lands um kvöldið. 

Á föstudag:
Suðvestan 5-13 og bjartviðri NA-lands, annars smáskúrir. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast NA-til. Vaxandi suðaustanátt með rigningu á S- og V-landi um kvöldið. 

Á laugardag og sunnudag:
Suðlæg átt og rigning með köflum, en úrkomulítið og hlýtt í veðri norðaustanlands. 

Á mánudag og þriðjudag:
Rigning öðru hverju og hlýtt í veðri, en líklega þurrt NA-lands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert