Bensínið aftur ódýrast í Costco

Frá bensínstöð Atlantsolíu rétt fyrir kl. 14 í dag.
Frá bensínstöð Atlantsolíu rétt fyrir kl. 14 í dag. Ljósmynd/Aðsend

Costco býður viðskiptavinum enn og aftur upp á lægsta bensínverðið. Svo hafði verið í um það bil ár, frá því í maí á síðasta ári, þar til Atlantsolía tilkynnti 1. maí síðastliðinn að hún ætlaði að bjóða öllum landsmönnum ódýrasta bensínið á stöð sinni í Kaplakrika.

Um klukkan 14 í dag kostaði bensínlítrinn í Costco 192,9 krónur og dísillítrinn 185,9 krónur. Á sama tíma kostaði bensínlítrinn 193,9 krónur og dísillítrinn 186,9 krónur hjá Atlantsolíu í Kaplakrika.

Samkvæmt vefsíðu Atlantsolíu kostar bensínlítrinn 195,9 krónur þegar fréttin er birt, og dísillítrinn 188,9 krónur. Ekki er hægt að nálgast upplýsingar í rauntíma um bensínlítraverð í Costco.

Greint var frá því í Viðskiptablaðinu 1. maí síðastliðinn að Atlantsolía ætlaði að bjóða upp á lægsta eldsneytisverðið án aðildargjalds. „Nú ætlum við að bjóða nýjan valkost á stöðinni okkar í Kaplakrika í Hafnarfirði, afnema alla afslætti og bjóða upp á lægsta eldsneytisverð á landinu – án nokkurra skilyrða,“ sagði Rakel Björg Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Atlantsolíu, í samtali við Viðskiptablaðið.

Bensínstöð Costco. Verðið er illgreinanlegt en þar stendur 192,9 kr …
Bensínstöð Costco. Verðið er illgreinanlegt en þar stendur 192,9 kr og 185,9 kr. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert