„Ég veit þeir verða alveg að drepast“

Glenn Moyle, sem er með hettu númer 10, hefur æft ...
Glenn Moyle, sem er með hettu númer 10, hefur æft sundpóló frá því hann var 11 ára gamall pjakkur heima á Nýja Sjálandi. Ljósmynd/Aðsend

Það eru ekki margir sem stunda sundpóló á Íslandi í dag, íþróttin var engu að síður fyrsta liðaíþróttinn sem Ísland keppti í á ólympíuleikum og var það árið 1936 í Berlín. Til er mynd af liðinu að æfa sig fyrir förina í vatni í Mosfellsdal.

„Þannig að íþróttin á sögulegar rætur á Íslandi,“ segir Nýsjálendingurinn Glenn Moyle sem þjálfar lið Ármanns. „Sundpóló hefur átt sínar hægðir og lægðir hér og um tíma voru fjögur lið að æfa. Síðan lagðist íþróttin í dvala en nú er áhuginn að vakna aftur.“

Um 40-50 manns æfa sundpóló hér á landi í dag og eru liðin tvö, Ármann og SH í Hafnarfirði, að reyna að auka áhuga á íþróttinni hér á landi. „Sundpóló er frábær íþrótt fyrir krakka,“ segir Glenn og kveður næsta skref vera að koma á fót sérstakri barnadeild. „Það krefst hins vegar tíma og þolinmæði,“ bætir hann við.

Tvö lið æfa sundpóló á Íslandi í dag, Ármann og ...
Tvö lið æfa sundpóló á Íslandi í dag, Ármann og SH. Ljósmynd/Aðsend

Börn munu engu að síður vera meðal keppenda á sundpólómóti sem fer fram í Laugardalslaug dagana 24.-26. maí, en þá fá íslensku liðin tvö færi á að spreyta sig gegn sundpólóliðum frá Noregi, Svíþjóð, Sviss, Þýskalandi og Hollandi og er þetta annað árið sem mótið er haldið.

Langaði að sjá mestu harðjaxla Íslands keppa

Að þessu sinni er þó einnig skipulagður sérstakur góðgerðaleikur í sundpóló þar sem lið frá Mjölni og Granda 101 Crossfit mætast í lauginni. Sá leikur verður á laugardag og rennur allur ágóði af miðasölu til Reykjadals sem er að reyna að byggja upp betri útivistaraðstöðu fyrir börnin þar dvelja. Glenn segir enga í liðum Mjölnis og Granda æfa sundpóló, en þó leynist einhverjir fyrrverandi leikmenn í liðunum.

„Upphaflega var hugmyndin sú að koma á leik milli stjórnmálamanna og frægra einstaklinga, en það var svo erfitt að ná sambandi við suma þeirra. Þess vegna hafði ég samband við líkamsræktarstöðvarnar og þær voru alveg til,“ segir hann og bendir á að tímaritið Sports Illustrated hafi tilnefnd Sundpóló sem erfiðustu íþróttina.

Um 40-50 manns æfa sundpóló hér á landi í dag.
Um 40-50 manns æfa sundpóló hér á landi í dag. Ljósmynd/Aðsend

„Þess vegna langaði mig líka að fá mestu harðjaxla Íslands til að keppa í góðgerðarskyni. Hjá Mjölni eru bardagamenn og þeir hjá Granda eru líka virkilega harðir af sér og seigir, þannig að það verður áhugavert að sjá hvernig fer.“

Glenn segir liðin vera búin að fá nokkrar æfingastundir í lauginni. „Ég veit samt að þeir verða alveg að drepast eftir þetta,“ segir Glenn og hlær. „Það góða er samt að þetta er bara til gamans gert og fyrir góðan málstað. Ef við getum öll gert eitthvað fyrir góðan málstað þá væri heimurinn betri.

Ég fór að heimsækja Reykjadal fyrir hálfum mánuði og þau veittu mér mikinn innblástur, þannig að ef við getum hjálpað þeim þá viljum við endilega gera það.“

Skellt var í grill við Laugardalslaugina þegar erlendu liðin tóku ...
Skellt var í grill við Laugardalslaugina þegar erlendu liðin tóku þátt í sundpólómótinu hér á landi í fyrra. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Ráðherra hafi ekki verið hæfur

21:30 Mál Laxinn lifi, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Akurholts ehf., Geiteyrar ehf., Ara P. Wendel, Víðis Hólm Guðbjartssonar, Atla Árdal Ólafssonar, Varplands hf. Og Veiðifélags Laxár á Ásum gegn Arctic Sea Farm hf. annars vegar og Fjarðarlaxi ehf. hins vegar, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meira »

Skoða tímabundna notkun Sólvangs

21:10 Mikil vinna hefur verið unnin í heilbrigðisráðuneytinu svo fjölga megi hjúkrunarrýmum og finna leiðir til að tryggja mönnum hjúkrunarfræðinga. Þetta kom fram í svörum heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag. 140 ný hjúkrunarrými bætist við í ár og þá sé verið að skoða tímabundna notkun Sólvangs. Meira »

Hafi sætt „ofbeldi, ofsa og yfirgangi“

20:40 Sveitarstjórnarmenn voru ómyrkir í máli í bókunum sínum á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í dag þegar tekin var ákvörðun um að auglýsa aðalskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir Teigskógarleið á Vestfjarðavegi. Lögðu þeir m.a. til að réttarstaða gegn Vegagerðinni yrði skoðuð. Meira »

Skapað verði aðgengi að Ófeigskirkju

20:20 Gert er ráð fyrir því að gera færslu Ófeigskirkju skil í tengslum við friðlýsingu Gálgahrauns. Sumir telja að söguleg álfakirkja sé í grjótbjarginu, sem var fyrir vikið fært úr götustæðinu við gerð Álftanesvegar árið 2015. Meira »

Spaugstofan var afar mikilvæg

20:05 Fyrir stjórnmálin og samfélagið almennt er nauðsynlegt að fjölmiðlar hafi á dagskrá pósta þar sem sagt er frá atburðum líðandi stundar á gamansaman hátt. Hver sá sem hefur ekki húmor fyrir sjálfum sér er illa settur,“ segir Karl Ágúst Úlfsson og telur Spaugstofuna hafa verið mikilvæga að þessu leyti. Meira »

Loksins almennileg norðurljós

19:40 Leiðsögumenn í ferðaþjónustu hafa kvartað undan lítilli norðurljósavirkni í vetur. Á morgun miðvikudag er þó von á að það verði breyting á því. Allmikilli norðurljósavirkni er spáð en jafnframt góðu skyggni víða um land. Meira »

170 viðburðir á Íslandi á formannsárinu

19:35 170 norrænir og alþjóðlegir fundir og viðburðir fara fram á Íslandi næsta árið í tengslum við formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Þetta var meðal þess sem fram kom á kynningu í Norræna húsinu nú síðdegis, en Ísland tók formlega við formennskunni um síðustu áramót. Meira »

„Samræmist okkar kröfum mjög vel“

18:55 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ánægð með tillögur átakshóps um fram­boð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á hús­næðismarkaði sem kynntar voru í Hannesarholti í dag. Spurð hvernig tillögurnar horfi við yfirstandandi kjaraviðræðum segir hún þær samræmast kröfum Eflingar vel. Meira »

„Risastórt skref í átt að lausn“

18:15 „Ef það tekst að framkvæma þessar hugmyndir eða bróðurpartinn af þeim þá mun það vera risastórt skref í átt að lausn kjaradeilunnar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um tillögur átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta húsnæðismarkaðinn. Meira »

Mögulegur grunnur að lausn kjarasamninga

17:42 „Það er ánægjulegt að sjá að tillögurnar eru komnar fram. Það sem mest er um vert, er að það næst sátt um tillögurnar í þessum stóra hópi og það hlýtur að vera upphaf að einhverju,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Meira »

194 bílar Volvo innkallaðir

17:02 Brimborg kallar inn 194 díselbíla frá Volvo eftir að upp hefur komist galli í eldsneytisröri sem gerir það að verkum að myndast sprungur og getur farið að leka. Þetta staðfestir Brimborg, umboðsaðili Volvo á Íslandi, í svari við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Stal úr söluvagni flugfreyju

16:57 Erlendur karlmaður var gripinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær með snjallúr og rakspíra, sem hann var grunaður um að hafa tekið ófrjálsri hendi í fríhöfninni. Fyrst í stað þrætti maðurinn fyrir að hafa stolið mununum, en sá svo að sér og játaði stuldinn. Meira »

Undir áhrifum á flótta frá lögreglu

16:55 Karlmaður á fertugsaldri sem var handtekinn á stolnum bíl á Viðarhöfða síðastliðinn fimmtudag að lokinni eftirför lögreglu er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Meira »

Lýst eftir Land Rover Discovery

16:44 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir svörtum Land Rover Discovery árgerð 2014 með skráningarnúmerið TL-L94 en honum var stolið í nótt frá Bjarnarstíg í Reykjavík. Meira »

Rútur lentu utan vegar við Vík

16:40 Tvær rútur höfnuðu utan vegar vegna mikillar hálku á sama sólarhring í nágrenni við Vík í Mýrdal. Lítil hætta skapaðist en aðstoð björgunarsveita þurfti til að koma þeim aftur upp á veginn. Meira »

Innkalla sítrónufrómas úr Krónunni

16:01 Krónan, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur innkallað Blomsterbergs citronfromage vegna ómerktra ofnæmis- og óþolsvalda, en í vörunum er að finna möndlur og hnetur. Meira »

Lækka kostnað með aukinni skilvirkni

15:53 Tillögur átakshóps um aukið framboð af íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði miða meðal annars af því að auka samráð milli hagsmunaaðila, sveitarfélaga og ráðuneyta, segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, formaður hópsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Mikilvægt að sýna starfsmönnum nærgætni

15:39 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að mál er varðar listaverk í eigu Seðlabankans væri tvíþætt og jafnvel þríþætt. Hún svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar sem spurði Katrínu um ákvörðun bankans um að færa til ákveðin listaverk. Meira »

Sveitarstjórn samþykkti Teigsskógarleið

15:33 Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á aukafundi sínum í dag að halda áfram með aðalskipulagsbreytingar þar sem gert er ráð fyrir Teigsskógarleið, leið Þ-H, með þremur atkvæðum gegn tveimur. Meira »