„Ég veit þeir verða alveg að drepast“

Glenn Moyle, sem er með hettu númer 10, hefur æft ...
Glenn Moyle, sem er með hettu númer 10, hefur æft sundpóló frá því hann var 11 ára gamall pjakkur heima á Nýja Sjálandi. Ljósmynd/Aðsend

Það eru ekki margir sem stunda sundpóló á Íslandi í dag, íþróttin var engu að síður fyrsta liðaíþróttinn sem Ísland keppti í á ólympíuleikum og var það árið 1936 í Berlín. Til er mynd af liðinu að æfa sig fyrir förina í vatni í Mosfellsdal.

„Þannig að íþróttin á sögulegar rætur á Íslandi,“ segir Nýsjálendingurinn Glenn Moyle sem þjálfar lið Ármanns. „Sundpóló hefur átt sínar hægðir og lægðir hér og um tíma voru fjögur lið að æfa. Síðan lagðist íþróttin í dvala en nú er áhuginn að vakna aftur.“

Um 40-50 manns æfa sundpóló hér á landi í dag og eru liðin tvö, Ármann og SH í Hafnarfirði, að reyna að auka áhuga á íþróttinni hér á landi. „Sundpóló er frábær íþrótt fyrir krakka,“ segir Glenn og kveður næsta skref vera að koma á fót sérstakri barnadeild. „Það krefst hins vegar tíma og þolinmæði,“ bætir hann við.

Tvö lið æfa sundpóló á Íslandi í dag, Ármann og ...
Tvö lið æfa sundpóló á Íslandi í dag, Ármann og SH. Ljósmynd/Aðsend

Börn munu engu að síður vera meðal keppenda á sundpólómóti sem fer fram í Laugardalslaug dagana 24.-26. maí, en þá fá íslensku liðin tvö færi á að spreyta sig gegn sundpólóliðum frá Noregi, Svíþjóð, Sviss, Þýskalandi og Hollandi og er þetta annað árið sem mótið er haldið.

Langaði að sjá mestu harðjaxla Íslands keppa

Að þessu sinni er þó einnig skipulagður sérstakur góðgerðaleikur í sundpóló þar sem lið frá Mjölni og Granda 101 Crossfit mætast í lauginni. Sá leikur verður á laugardag og rennur allur ágóði af miðasölu til Reykjadals sem er að reyna að byggja upp betri útivistaraðstöðu fyrir börnin þar dvelja. Glenn segir enga í liðum Mjölnis og Granda æfa sundpóló, en þó leynist einhverjir fyrrverandi leikmenn í liðunum.

„Upphaflega var hugmyndin sú að koma á leik milli stjórnmálamanna og frægra einstaklinga, en það var svo erfitt að ná sambandi við suma þeirra. Þess vegna hafði ég samband við líkamsræktarstöðvarnar og þær voru alveg til,“ segir hann og bendir á að tímaritið Sports Illustrated hafi tilnefnd Sundpóló sem erfiðustu íþróttina.

Um 40-50 manns æfa sundpóló hér á landi í dag.
Um 40-50 manns æfa sundpóló hér á landi í dag. Ljósmynd/Aðsend

„Þess vegna langaði mig líka að fá mestu harðjaxla Íslands til að keppa í góðgerðarskyni. Hjá Mjölni eru bardagamenn og þeir hjá Granda eru líka virkilega harðir af sér og seigir, þannig að það verður áhugavert að sjá hvernig fer.“

Glenn segir liðin vera búin að fá nokkrar æfingastundir í lauginni. „Ég veit samt að þeir verða alveg að drepast eftir þetta,“ segir Glenn og hlær. „Það góða er samt að þetta er bara til gamans gert og fyrir góðan málstað. Ef við getum öll gert eitthvað fyrir góðan málstað þá væri heimurinn betri.

Ég fór að heimsækja Reykjadal fyrir hálfum mánuði og þau veittu mér mikinn innblástur, þannig að ef við getum hjálpað þeim þá viljum við endilega gera það.“

Skellt var í grill við Laugardalslaugina þegar erlendu liðin tóku ...
Skellt var í grill við Laugardalslaugina þegar erlendu liðin tóku þátt í sundpólómótinu hér á landi í fyrra. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Miðbærinn tekur á sig mynd

17:30 Það stendur mikið til í miðbænum á morgun þegar Menningarnótt fer fram í 23. skipti. Verið var að tyrfa Klapparstíginn þar sem mikið karnival fer fram á morgun á vegum Nova og við Arnarhól var verið að setja upp stærsta svið sem hefur verið á notað í Tónaflóði Rásar 2. Meira »

Vilja nútímavæða sjávarútveginn

17:15 „Sjávarútvegurinn hefur verið tiltölulega íhaldssöm atvinnugrein og hefur ekki tileinkað sér aðferðafræði sem hefur þekkst í fjármálakerfinu undanfarna áratugi. Við erum að reyna að koma þannig hugsun og aðferðafræði inn í sjávarútveginn,“ segir dr. Jón Þrándur Stefánsson, stjórnarformaður Sea Data Center, í samtali við mbl.is. Meira »

Tók ekki öskrandi á móti fólki

17:00 Eggert Magnússon, fyrrverandi formaður KSÍ, segist ekki muna eftir fundi með leikmönnum kvennalandsliðsins í knattspyrnu vegna þáverandi landsliðsþjálfara liðsins, Þórðar Lárussonar, þar sem hann hafi öskrað á þær en það kom fram í fyrirlestri Þóru B. Helgadóttur, fyrrverandi landsliðskonu. Meira »

Birtir erindi framkvæmdastjóra KVH

16:19 „Á fundi forsætisnefndar sem var að ljúka rétt í þessu sá ég mig knúna til að leggja fram tölvuskeyti frá framkvæmdastjóra Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Ég hef því að fullu upplýst hvaðan ég fékk upplýsingarnar,“ segir Vigdís Hauksdóttir í tölvupósti til fjölmiðla í dag. Meira »

Hlaupandi fólk um allan bæ

16:04 „Það verður hlaupandi fólk um allan bæ á morgun fram eftir degi,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsinga- og samskiptastjóri hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur og kveður skráningu og áheitasöfnun fyrir Reykjavíkurmaraþonið, sem haldið er á morgun, ganga mjög vel. Meira »

Forsetinn gaf frumkvöðlum heillaráð

15:35 Fjárfestadagur Startup Reykjavik var haldinn í höfuðstöðvum Arion banka í dag þar sem níu sprotafyrirtæki kynntu viðskiptahugmyndir sínar fyrir innlendum og erlendum fjárfestum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hóf daginn með því að gefa frumkvöðlum tvö heillaráð fyrir komandi áskoranir. Meira »

Fer lengra ef söfnunin gengur vel

15:02 „Við völdum að hlaupa fyrir Kraft því systir okkar þriggja, Ólöf, greindist með heilaæxli þegar hún var einungis þrítug,“ segir Unnur Lilja Bjarnadóttir. Hún og fjölskylda hennar hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun til stuðnings Krafti. Meira »

„Verið að gera úlfalda úr mýflugu“

14:54 „Það er tiltölulega ný farið að tala um að glýfosat sé mögulega krabbameinsvaldur, en það hefur verið lengi notað og í miklu magni. Sé það mikill skaðvaldur er sennilegt að vísbendingar hefðu komið fram fyrir löngu,“ segir Kristín Ólafsdóttir, doktor í lífefnafræði. Meira »

Síðasta kæran felld niður

14:24 Búið er að fella niður áttundu og síðustu kæruna sem barst á hendur karlmanni sem starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg, en hann var sakaður um að beita börn grófu kynferðislegu ofbeldi. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari við mbl.is. Meira »

Smáralind rýmd vegna vatnsleka

14:07 Verslunarmiðstöðin Smáralind var rýmd um hádegisbil vegna vatnsleka. Þetta staðfestir Sveinn Stefánsson, umsjónarmaður Smáralindar. Vatnsrör sem tengist brunakerfi Smáralindar fór í sundur um klukkan 11:15 á athafnasvæði verslana, sem er í kjallara í suðurhluta verslunarmiðstöðvarinnar. Meira »

Fyrsta lag Baldurs úr Hjartasteini

14:00 Baldur Einarsson, ungur leikari og tónlistarmaður sem lék í myndinni Hjartasteini, spjallaði um myndina og næstu tónlistarverkefni sín á K100 í vikunni. Þar var lagið hans, On my Mind, frumflutt, en Einar Örn Jónsson, faðir hans og tónlistarmaður, samdi. Feðgarnir unnu lagið og myndbandið saman. Meira »

Hafa fundið makríl í Smugunni

13:58 Bjarni Ólafsson AK stefnir nú hraðbyri í Smuguna en þar hefur verið nokkur makrílveiði síðustu daga, á sama tíma og rólegt hefur verið yfir makrílveiðunum við Íslandsstrendur. Meira »

Skólabækurnar ódýrastar hjá Heimkaup

13:56 Töluverður verðmunur er á skólabókum fyrir framhaldsskólanema á milli verslana og gætu nemendur sparað sér töluverðar fjárhæðir með því að kaupa bækurnar þar sem þær eru ódýrastar. Allt að 5.349 kr. verðmunur var á einstakri bók í verðkönnun ASÍ sem framkvæmd var þann 15. ágúst. Meira »

Úr Réttó í menntamálaráðuneytið

13:25 Jón Pétur Zimsen, fyrrverandi skólastjóri við Réttarholtsskóla, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Jón Pétur hefur starfað að skólamálum um árabil, nú síðast sem skólastjóri Réttarholtsskóla. Meira »

Ölfusár­brú opin á ný

13:18 Búið er að opna Ölfusárbrú fyrir umferð, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Upphaflega var gert ráð fyrir að hún myndi ekki opna fyrr en á mánudag. Opnun fyrir áætlaðan tíma er sagt góðu skipulagi og samvinnu þeirra sem koma að verkinu að þakka. Meira »

Ræddu málið í morgunmatnum

12:50 „Ég get tekið undir hvert orð sem hún segir,“ segir Guðlaug Jónsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu, um fyrirlestur Þóru B. Helgadóttur á ráðstefnunni „Gender and Sport“ í gær. Meira »

Sækja um að hjóla til Parísar

12:10 „Það eru þó nokkuð margir búnir að sækja um,“ segir Guðbjörg Þórðardóttir, fjölmiðlafulltrúi Team Rynkeby á Íslandi. Frestur til að sækja um þátttöku í góðgerðarhjólreiðum frá Kaupmannahöfn til Parísar rennur út í dag. Meira »

Sofandi í hengirúmum við flugstöðina

11:41 Það hafa örugglega einhverjir flugvallargestir á Keflavíkurflugvelli talið sig vera enn að dreyma er þeir gengu í morgunsárið fram á tvo ferðalanga, sem voru sofandi svefnpokum í hengirúmum á yfirbyggðu gönguleiðinni sem liggur milli flugstöðvarinnar og bílastæðisins. Meira »

Fiskidagurinn á topp 10 hjá Bubba

10:47 Bubbi Morthens var óvæntur gestur á lokatónleikum Fiskidagsins mikla á Dalvík. Í Magasíninu, síðdegisþætti K100, sagðist Bubbi hafa komist óséður alla leið á sviðið íklæddur veiðigalla. Meira »
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
Trékurlari óskast
Óska eftir að fá trékurlara til leigu eða kaups. Þarf að vera voldugur helst s...