Fyrsta gagnaverið rís á Blönduósi

Björn Brynjólfsson, Arnar Þór Sævarsson, Guðmundur Haukur Jakobsson og Ásmundur …
Björn Brynjólfsson, Arnar Þór Sævarsson, Guðmundur Haukur Jakobsson og Ásmundur Einar Daðason hefja framkvæmdir. mbl.is/Jón Sigurðsson

„Við fáum aukna starfsemi inn í samfélagið. Reksturinn skapar umsvif og störf,“ segir Valgarður Hilmarsson, sveitarstjóri á Blönduósi.

Í gær var fyrsta skóflustunga tekin að húsi fyrir gagnaver Borealis Data Center (BDC) á sérstöku gagnaverssvæði sem skipulagt hefur verið.

Forsvarsmenn sveitarfélagsins hafa lengi haft áhuga á að fá til sín gagnaver. Sú vinna er að skila árangri nú með samstarfi við BDC sem rekur gagnaver á Ásbrú, að því er fram kemur í  umfjöllun um  mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert