Kvennafangelsið líklega rifið

Kvennafangelsið í Kópavogi.
Kvennafangelsið í Kópavogi. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Húsið Kópavogsbraut 17, sem áður hýsti Kvennafangelsið, verður líklega rifið. Kópavogsbær keypti húsið af ríkinu 2015. Hluti þess er nú leigður AA-samtökunum.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir að húsið uppfylli ekki nútímakröfur og sé að sumu leyti óhentugt. Auk þess þarfnist það mikils viðhalds og ólíklegt að það svari kostnaði að gera húsið upp. Hann segir þó ekkert hafa verið ákveðið um framtíð hússins.

Kópavogsbær á einnig lóð við hliðina og fleiri hús á svæðinu. Hugmyndir hafa verið um uppbyggingu þar. „Þetta verður hugsað í einhverju heildarsamhengi,“ segir Ármann í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert