Nýr formaður Heimilis og skóla

Sigrún Edda Eðvarðsdóttir, formaður Heimilis og skóla.
Sigrún Edda Eðvarðsdóttir, formaður Heimilis og skóla.

Kosinn var nýr formaður á aðalfundi Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra í gær. Í framboði voru Þröstur Jónasson og Sigrún Edda Eðvarðsdóttir en atkvæði féllu Sigrúnu í vil. Sigrún Edda Eðvarðsdóttir tekur nú við formennsku en Anna Margrét Sigurðardóttir hefur verið formaður síðastliðin fjögur ár, í tvö kjörtímabil samfellt.

Hún hefur þó verið átta ár samtals í stjórn samtakanna og hefur lagt mikið af mörkum til foreldrasamstarfs í landinu. Samtökin færa henni miklar þakkir en Anna Margrét var fyrsti formaður samtakanna af landsbyggðinni, segir í fréttatilkynningu.

Jenný Ingudóttir varaformaður lauk einnig stjórnarsetu en hún hefur setið í stjórn samtakanna frá árinu 2011.

Sigrún Edda er fædd 20. júlí 1971 og er gift Eyþóri Páli Haukssyni framkvæmdastjóra. Þau eiga þrjú börn. Hún er með BA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum með félagsráðgjöf sem aukagrein og MS-gráðu í mannauðsstjórnun. Sigrún Edda hefur setið í stjórn Heimilis og skóla frá árinu 2014. Hún hefur tekið virkan þátt í foreldrastarfi og verið formaður dómnefndar Foreldraverðlauna Heimilis og skóla síðastliðin tvö ár. Hún hefur auk þess verið formaður foreldrafélags Álftanesskóla í fjögur ár og formaður Grunnstoða, svæðasamtaka grunnskóla í Garðabæ, í eitt ár auk þess að sitja í foreldraráði Fjölbrautaskólans í Garðabæ síðastliðin þrjú ár.

Kosið var um þrjú sæti í stjórn Heimilis og skóla en fjögur framboð bárust. Þröstur Jónasson gaf kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu en hann hefur setið í stjórn Heimilis og skóla frá árinu 2014 og var kosinn aftur. Eydís Heiða Njarðardóttir og Sigríður Arndís Jóhannsdóttir hlutu einnig kosningu. Nýja stjórn skipa nú:

  • Sigrún Edda Eðvarðsdóttir formaður, Garðabæ
  • Kristjana Þórey Guðmundsdóttir, Hafnarfirði
  • Eydís Heiða Njarðardóttir, Reykjavík
  • Inga Dóra Ragnarsdóttir, Árborg
  • Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Reykjavík
  • Þorvar Hafsteinsson, Kópavogi
  • Þröstur Jónasson, Kópavogi
Anna Margrét Sigurðardóttir og Jenný Ingudóttir
Anna Margrét Sigurðardóttir og Jenný Ingudóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert