Ók á 170 km hraða

Lögreglan á Norðurlandi eystra var við hraðaeftirlit á Svalbarðsströnd seint …
Lögreglan á Norðurlandi eystra var við hraðaeftirlit á Svalbarðsströnd seint í gærkvöldi. mbl.is/​Hari

Lögreglan á Akureyri stöðvaði ökumann sem ók á 170 km hraða á hringveginum, á Svalbarðsströnd, skömmu eftir miðnætti í nótt. Ökumaðurinn verður sviptur ökuréttindum í þrjá mánuði, fær þrjá punkta fyrir brot á umferðarlögum og gert að greiða 250 þúsund krónur í sekt.

Annar ökumaður var stöðvaður á sömu slóðum á 122 km hraða að sögn varðstjóra í lögreglunni á Norðurlandi eystra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert