„Skipulögð árás á ísraelskt landsvæði“

Raphael Schutz, sendiherra Ísraels gagnvart Noregi og Íslandi.
Raphael Schutz, sendiherra Ísraels gagnvart Noregi og Íslandi. mbl.is/Árni Sæberg

„Umfjöllun fjölmiðla virðist einhliða," var á meðal þess sem Raphael Schutz, sendiherra Ísraels gagnvart Noregi og Íslandi, sagði á blaðamannafundi í Reykjavík í dag, en hann er í sérstakri heimsókn á Íslandi þar sem hann ræddi um nýleg átök Ísraels og Palestínu og umræður um þau hér á landi. Meðal annars um að sniðganga Eurovision í Ísrael á næsta ári.

„Nýliðnir atburðir á Gaza-svæðinu og opnun bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem virðast ekki hafa skilað sér í fjölmiðla á nægilega óhlutdrægan hátt. Ég er hingað kominn til að reyna að útskýra hlið Ísraelsmanna,“ sagði Schutz, með þeim fyrirvara þó að verið gæti að hann hafi ekki fengið fulla yfirsýn yfir umfjöllunina hérlendis. Hann kvaðst einnig hafa orðið fyrir vonbrigðum vegna áhrifafólks sem tjái sig um málin án þess að horfa á staðreyndir eða með því að enduróma skoðanir sem séu jafnvel ekki þeirra eigin.

„Almennt séð í íslenskum fréttum, virðist sem Ísraelsmenn séu blóðþyrstir og hafi með ásetningi ráðist á saklausa og friðsama mótmælendur í átökunum á landamærum Ísraels og Gaza-svæðisins 14. maí síðastliðinn,“ sagði Schutz. „Það er fjarstæða sem á ekkert skylt við sannleikann.“

Íbúar Gaza lúta stjórn hryðjuverkasamtaka

Landamæri Gaza-svæðisins og Ísraels séu alþjóðlega viðurkennd landamæri síðan Ísraelsher yfirgaf svæðið árið 2005. Ekki sé því um hersetu ísraelska hersins að ræða á Gaza-svæðinu. Hamas-samtökin, sem stjórna Gaza-svæðinu, séu skilgreind sem hryðjuverkasamtök af Ísrael, Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og öðrum ríkjum. Almenningur á Gaza-svæðinu lúti stjórn þessara hryðjuverkasamtaka.

„Nýliðnir atburðir voru skipulagðir af Hamas-samtökunum í þeim tilgangi að ryðjast yfir landamærin og myrða ísraelska borgara, en heimili þeirra eru í 300-400 metra fjarlægð innan landamæragirðingarinnar,“ að sögn Schutz.

Nægilegar og haldbærar sannanir séu fyrir því að hin svokölluðu friðsamlegu mótmæli hafi hvorki verið sjálfsprottin né friðsamleg. Talsmaður Hamas-samtakanna hafi þegar viðurkennt opinberlega að 15 af þeim 60 sem fórust í átökunum hafi verið Hamas-liðar. „Þetta var skipulögð árás á ísraelskt landsvæði.“

Schutz sagðist vilja tala tæpitungulaust er hann sagði átökin vera tvennskonar. Annars vegar sé um að ræða vopnuð átök en hins vegar sé stríðið um almenningsálitið. „Hver einasti fallinn Palestínumaður er sigur fyrir Hamas-samtökin í stríðinu um almenningsálitið og eftir því sem talan hækkar gengur Hamas-samtökunum betur á þeim vígstöðvum. Við Ísraelsmenn viljum á hinn bóginn heldur tapa almenningsálitinu en missa einn einasta ísraelskan borgara sem hefði mátt vernda,“ segir Schutz og tók fram að átökin hafi byggst á sjálfsvörn Ísraels.

Hamas ætti frekar að hlúa að innviðum Gaza

Hann gagnrýndi einnig Hamas-samtökin, sem stjórna Gaza-svæðinu, fyrir að eyða peningum í að grafa göng yfir til Ísraels eða vopnakaup til árása í stað þess að hlúa að innviðum landsins. Erfitt sé að veita Gaza-svæðinu fjárhagslegan stuðning, sem það hafi þó fengið gnótt af, af þessum sökum. Landið hafi fengið tækifæri til uppbyggingar eftir að hersetu Ísraelsmanna lauk, en Hamas-samtökin hafi heldur kosið niðurrif og átök.

Daginn eftir, 15. maí sl. var sendiráð Bandaríkjanna opnað í Jerúsalem. Schutz lýsti yfir ánægju Ísraelsmanna með það. Eðlilegt sé að gera ráð fyrir sendiráðum í höfuðborgum, þar sem þingið og önnur stjórnsýsla hefur aðsetur, þegar embættismenn og áhrifafólk kemur í heimsókn. Hann segist ekki sammála gagnrýninni um áhrif þess á friðarumleitanir, nú þegar hafi það ferli tekið aldarfjórðung. Palestínumenn hafi ákveðið, í stað þess að eiga í beinum viðræðum við Ísrael, að taka sín sjónarmið út á alþjóðavettvang til að reyna að beita þrýstingi úr ýmsum áttum.

Að lokum virtist Schutz sem sigur Ísraels í Eurovision hafa valdið einhverjum titringi í umræðunni hérlendis. „Keppnin að ári verður haldin í Jerúsalem eða einhverri annarri borg í Ísrael. Ég sé ekki hversvegna hún skyldi ekki haldin í Jerúsalem, hún hefur verið haldin þar tvisvar áður. Seinast árið 1999 þegar Ísland varð í 2. sæti með Selmu. Við vonumst auðvitað til að Ísland komi og taki þátt á næsta ári og bæti sig um eitt sæti frá því síðast.“

mbl.is

Innlent »

Hannesar háloftanna

Í gær, 22:51 Æfingin skapar meistarann, segir máltækið. Hefði Hannes Þór Halldórsson ekki æft sig af kappi hefði hann eflaust ekki varið vítið frá Lionel Messi á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi um liðna helgi. Meira »

Fólk hugi að lausamunum

Í gær, 22:07 Búast má við hvassviðri eða stormi um landið austanvert í nótt og fram yfir hádegi á morgun með snörpum vindhviðum við fjöll, víða yfir 30 metrum á sekúndu en yfir 40 metrum á sekúndu á stöku stað, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Harma „tilhæfulausa gagnrýni“ Íslands

Í gær, 21:57 Stjórnvöld Filippseyja fara ófögrum orðum um Ísland fyrir „hlutdræga og tilhæfulausa gagnrýni“. Tilefnið er ávarp sem fastafulltrúi Íslands hjá SÞ, Harald Aspelund, flutti á þriðjudag um ástand mannréttindamála á Filippseyjum fyrir hönd næstum fjörutíu aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Hana langar bara að verða edrú

Í gær, 20:58 Björk Ólafsdóttir telur úrræðaleysi ríkja í málefnum geðsjúkra fíkla. Dóttir hennar, sem er með tvo geðsjúkdóma, hefur verið sprautufíkill í sjö ár og er hættuleg sjálfri sér og öðrum. Björk vill sjá alvöru úrræði fyrir þennan hóp sem hún telur yfirvöld frekar vilja fela. Meira »

Læknar gerðu mistök í Rússlandi

Í gær, 20:45 Tveir íslenskir læknar starfandi í Svíþjóð gerðu mistök á leið sinni til Volgograd í Rússlandi þar sem þeir ætluðu að sjá íslenska landsliðið í knattspyrnu spila á móti Nígeríu. Þeir misstu af tengiflugi sínu eftir að hafa farið á Rauða torgið til að taka nokkrar „sjálfur“ og fundu ekki annað flug. Meira »

„Þú býður ekki þessu fólki í heimsókn“

Í gær, 19:06 Andstæðingar hvalveiða mótmæla langreyðaveiðum Hvals hf., sem hófust á ný fyrir helgi. Kristján Loftsson forstjóri fyrirtækisins ræddi veiðarnar og gagnrýni á þær við mbl.is og segir m.a. fráleitt að hvalveiðar við Íslandsstrendur hafi áhrif neikvæð áhrif á ferðamannaiðnaðinn. Meira »

Munu ræða mál Hauks Hilmarssonar

Í gær, 18:11 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, mun ræða mál Hauks Hilmarssonar við Nihat Zeybecki, efnahagsmálaráðherra Tyrklands, á morgun, áður en ráðherrafundur fríverslunarsamtaka Evrópu hefst á Sauðárkróki. Meira »

„Það hrúgast inn uppsagnir“

Í gær, 17:53 „Það hrúgast inn uppsagnir. Það er gríðarleg óánægja náttúrulega,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, í samtali við mbl.is. Telur Katrín að níu ljósmæður hafi sagt upp störfum á fæðingarvakt Landspítalans í síðustu viku. Meira »

Orð Vilhjálms fjarri sannleikanum

Í gær, 17:01 „Við höfum aldrei skikkað einn eða neinn til þess að vera í þessu eða hinu stéttarfélaginu,“ segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. í samtali við mbl.is. Hann segir Vilhjálm Birgisson formann Verkalýðsfélags Akraness fara með rangt mál hvað það varðar. Meira »

Sérsveitin kölluð út í Reykjanesbæ

Í gær, 16:31 Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til að aðstoða lögregluna á Suðurnesjum eftir að ráðist var á mann með hamri í Reykjanesbæ í gær. Átök tveggja manna í gleðskap enduðu með því að annar þeirra tók upp hamar og beitti honum í áflogum þeirra á milli. Meira »

Varað við stormi, grjótflugi og sandfoki

Í gær, 15:32 Full ástæða er til að hafa varann á vegna vinds í nótt og framan af morgundeginum, einkum austanlands. Búast má við hviðum upp á 40 til 45 metra á sekúndu við Kvísker og á Breiðamerkursandi frá því um klukkan þrjú í nótt og til um klukkan átta, með tilheyrandi grjótflugi. Meira »

Forsetahjónin svekkt með vítið

Í gær, 13:58 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú héldu til Eistlands í opinbera heimsókn á fimmtudag og horfðu meðal annars á leik Íslands og Nígeríu ásamt þjóðhöfðingjum fimm annarra ríkja í borginni Tartu. Meira »

Sigldu til bjargar ferðamanni

Í gær, 13:45 Þrír menn komu erlendum ferðamanni sem rann ofan af klettum við Miðgjá á Arnarstapa til bjargar þar sem hann hélt dauðahaldi í klettana. Hann hafði þá verið nánast allur á kafi í köldum sjónum í nokkrar mínútur. Meira »

Dómarinn ætti að anda með nefinu

Í gær, 11:35 Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari segir að Benedikt Bogason hæstaréttardómari beri sýnilega „mjög kaldan hug“ til sín og að hann telji að dómarinn ætti að „anda pínulítið með nefinu“ og átta sig á því að hann geri sjálfum sér ekki greiða með málarekstri gegn sér. Meira »

Frá Aleppo til Akureyrar

Í gær, 11:15 Reem Almohammad kom til Íslands í janúar 2016 í hópi kvótaflóttamanna frá Sýrlandi sem boðið var að hefja nýtt líf á Akureyri. Þrátt fyrir velvild Íslendinga hefur Reem ekki eignast vini og finnst hún höfð útundan. Meira »

Ansi kröpp lægð á leiðinni

Í gær, 10:39 Hvassviðri eða stormur verður á öllu austanverðu landinu í nótt og fram eftir degi á morgun. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna þessa, en vindhraðinn verður 15-25 metrar á sekúndu og vindhviður geta orðið allt að 35 metrar á sekúndu. Meira »

Varað við hvassviðri eða stormi

Í gær, 08:43 Veðurstofan varar við hvassviðri eða stormi á austanverðu landinu og hálendinu í nótt og fyrir hádegi á morgun. Getur vindhraði víða farið upp í 30 m/s. Gul viðvörun er í gildi. Meira »

Reyndi að bíta mann

Í gær, 08:06 Kona í annarlegu ástandi var handtekin á slysadeild Landspítalans seint í gærkvöldi fyrir að reyna að bíta mann.   Meira »

Um 30 fíkniefnamál á Secret Solstice

Í gær, 08:04 Í gærkvöldi og nótt hafði lögreglan afskipti af þrjátíu manns í Laugardalnum vegna vörslu fíkniefna en í dalnum fer nú fram tónlistarhátíðin Secret Solstice. Þá komu einnig upp nokkur líkamsárásarmál og mál tengd ölvunarástandi á hátíðinni samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Meira »