Strætó og Tólfan í samstarf

mbl.is/Hjörtur

Strætó og Tólfan hafa tekið höndum saman fyrir HM í Rússlandi og ætla að búa til heilmerktan Stuðningsmannavagn tileinkaðan íslenska landsliðinu í fótbolta.

Fram kemur í fréttatilkynningu að íslenskir stuðningsmenn séu hvattir til þess að taka þátt, en það sé gert með því að skrá sig í gegnum Facebook á vefsíðunni www.heimsmeistaraverk.is.

„Þegar notendur skrá sig inn þá verður prófílmynd þeirra vistuð og notuð í skreytingu vagnsins, en merkingin verður samansett úr stórri mósaík úr prófílmyndum allra þeirra sem taka þátt,“ segir enn fremur.

„Okkur hjá Strætó langaði til þess að skapa alvöru stemmingu í kringum strákana okkar og við vonum að sem flestir taki þátt og setji mark sitt á HM strætisvagninn“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi.

Vefsíðan verður opin út föstudaginn 1. júní og búast má við að Stuðningsmannavagninn verði kominn á götuna 4. eða 5. júní, skömmu fyrir leik Íslands og Gana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert