„Útfararstjóri“ dæmdur fyrir skattalagabrot

Karlmaður á fimmtugsaldri, Gunnar Rúnar Gunnarsson, var í gær dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum.

Honum var gert að sök að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum tveggja einkahlutafélaga, annars vegar sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður og hins vegar sem daglegur stjórnandi. Einnig var Gunnar Rúnar ákærður fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að færa tilskilið bókhald einkahlutafélagsins í samræmi við lög um bókhald.

Upphæðirnar sem brotin vörðuðu námu samtals 4,5 milljónum króna og var Gunnari Rúnari gert að greiða 13,6 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs í ljósi alvarleika brota hans, þrefalda fjárhæð vanskila. Einnig var honum gert að greiða allan sakarkostnað.

Var Gunnar Rúnar ekki talinn hafa fært nein sannfærandi rök fyrir sýknukröfu sinni. Hafnaði héraðsdómur enn fremur að hluta ákærunnar yrði vísað frá dómi.

Margdæmdur fyrir refsiverðan verknað

Í forsendum dómsins frá því í gær segir að sakarferill ákærða Gunnars Rúnars næði aftur til ársins 1995 og að hann hefði 14 sinnum verið sakfelldur fyrir refsiverðan verknað. Við ákvörðun refsingar yfir Gunnari Rúnari í gær var tekið mið af refsidómum sem féllu yfir honum eftir að hann framdi þau brot sem dæmt var fyrir í gær.

Umrædd brot varða m.a. fjár­svik og kyn­ferðis­brot gegn börn­um og and­lega veikri konu. Þá var hann ann­ar tveggja manna sem voru nefnd­ir „út­far­ar­stjór­ar“ í sjón­varpsþætt­in­um Brest­um, en þeir höfðu tekið við stjórn fjölda fyr­ir­tækja áður en þau fóru í þrot til að koma í veg fyr­ir að nöfn fyrri eig­enda væru tengd við þrotið.

Þá var Gunn­ar einn þeirra sem ákærðir voru í fjár­svikafar­sa­máli sem rekið var fyr­ir héraðsdómi í des­em­ber. Beðið er dóms í því máli, en það teygði anga sína meðal ann­ars til Suður-Kór­eu, Hong Kong og Ítal­íu.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert