Vilja ekki vera í sumarfríi

Leikhópurinn Lotta hóf tólfta leiksumar sitt með sýningu á Gosa …
Leikhópurinn Lotta hóf tólfta leiksumar sitt með sýningu á Gosa í Elliðaárdalnum í gær. Leikurinn gerist í ævintýraskóginum þar sem allt getur gerst. Veðrið var með skásta móti fyrir gesti og leikara. mbl.is/Árni Sæberg

„Við erum vinir með leiklistarbakteríu sem skildum ekki hvers vegna leikhúsin fara alltaf í sumarfrí,“ segir Anna Bergljót Thorarensen, einn af stofnendum leikhópsins Lottu.

Að sögn hennar hafa komið á bilinu 20-25 þúsund gestir á sýningar hópsins síðastliðin fimm ár. Í gær hóf leikhópurinn tólfta leiksumar sitt með frumsýningu á Gosa í Elliðaárdalnum. Verkið byggist á sögunni um spýtustrákinn Gosa, ævintýrinu um Garðabrúðu og sögunni um Óskirnar þrjár. Sagan gerist inni í Ævintýraskóginum, þar sem ólíklegustu hlutir geta átt sér stað.

„Við viljum sýna verk fyrir fjölskyldur, þar sem allir skemmta sér saman. Þannig hafa sprottið fram ný ævintýri sem við höfum búið til upp úr gömlum,“ segir Anna Bergljót í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Sjá samtal við Önnu Bergljótu í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert