43% vilja kosningu

Laugar í Sælingsdal í Dalabyggð.
Laugar í Sælingsdal í Dalabyggð. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Áskorun 213 íbúa Dalabyggðar um að fram fari almenn atkvæðagreiðsla um sölu mannvirkja sveitarfélagsins á Laugum í Sælingsdal og jörðinni Sælingsdalstungu var lögð fram á fundi sveitarstjórnar í gærkvöldi.

Samsvarar þessi fjöldi um 43% af kosningabærum íbúum sveitarfélagsins. Á fundinum átti að taka afstöðu til sölu eignanna til Arnarlóns ehf., en frágangur sölunnar hefur dregist í marga mánuði.

Arnarlón hafði boðist til að undanskilja jörðina Sælingsdalstungu úr viðskiptunum þannig að seljendalán yrði á 2. veðrétti. Þeir sem skrifuðu undir lýstu jafnframt andstöðu við að veitt yrði seljendalán.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert