„Ábyrgð fjölmiðla er mikil“

Lokað þinghald og nafnleynd gerenda er ekki til þess að …
Lokað þinghald og nafnleynd gerenda er ekki til þess að hlífa gerandanum heldur brotaþola. mbl.is/​Hari

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir ábyrgð fjölmiðla mikla þegar kemur að umfjöllun um kynferðisbrotamál. Ástæða þess að gerendur eru oft ekki nafngreindir sé ekki í virðingu við þá heldur brotaþolann. Þetta kom fram í máli ráðherra á ráðstefnunni Kynferðisbrot í brennidepli sem stendur yfir í Háskólanum í Reykjavík.

Sigríður segir ólíðandi að fólk búi við ofbeldi, í skugga eða ótta við ofbeldi. Það skipti sköpum að þolendur ofbeldis sjái sér fært að leita til lögreglu þegar á þeim er brotið en þjáist ekki í hljóði. Það þurfi kjark að standa gegn ofbeldi og greina frá og leita réttar síns. Kynnti hún meðal annars áætlun ríkisstjórnarinnar um auknar fjárveitingar til meðferðar kynferðisbrota hjá lögreglu og héraðssaksóknara en alls verða settar 200 milljónir í þennan málaflokk hjá lögreglustjóraumdæmum landsins.

Sjá nánar hér

Sigríður fjallaði einnig um #MeT­oo og segir hún að sögurnar hafi skipt hundruðum og létu engan ósnortin. „Í kjölfarið kviknaði þessi mikla umræða í samfélaginu sem reyndist bæði upplýsandi og græðandi um leið,“ segir Sigríður og segist vonast til þess að þetta opni augu geranda og um leið að fólk stígi fram og leiti réttar síns sem hefur orðið fyrir slíkum brotum því tíminn er versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotamálum.

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra og Svala Ísfeld Ólafsdóttir, verkefnastjóri aðgerðaráætlunar ríkisstjórnarinnar.
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra og Svala Ísfeld Ólafsdóttir, verkefnastjóri aðgerðaráætlunar ríkisstjórnarinnar. mbl.is/​Hari

Líkt og fram hafi komið hefur kærum fjölgað verulega til lögreglunnar vegna kynferðisbrota og á Sigríður von á að það séu ekki fjölgun brota heldur leiti fleiri réttar síns. Meðal annars vegna aukins trausts til lögreglu og aukið sjálfsöryggi unga fólksins almennt. Brotaþolar verða að geta leitað til lögreglu eða annarra í þeirri vissu að á þá verði hlustað og allt kapp lagt á að það þeir fái aðstoð, segir hún. 

Í þessum efnum skiptir umfjöllun fjölmiðla um þessi mál miklu máli, segir Sigríður. „Ég hef heyrt sögur af því að hún reynist brotaþolum oft mjög erfið. Mér datt þetta í hug því ég sá fréttir í vikunni af máli, svívirðilegu brotamáli sem var dæmd há refsing fyrir brot í lokuðu þinghaldi,“ segir Sigríður og bendir á að nafnleyndin sé af virðingu við brotaþola ekki geranda.

„Reifun fjölmiðils var þannig, vegna þess að það var augljóst bæði persónugreinanleg atvikalýsing og atvikalýsing þannig að ég komst ekki hjá því að annað en að velta því fyrir mér hvort þessi umfjöllun væri að minnsta kosti, eða gæti verið erfið, fyrir brotaþola í þessu máli,“ segir Sigríður en bætir við að auðvitað sé mikilvægt að segja fréttir af þessum málum. „Að sjálfsögðu á að gera það en að mínu mati getur það skipt mjög miklu máli varðandi framgang þessara mála með hvaða hætti það er gert,“ segir dómsmálaráðherra.

Halla Gunnarsdóttir stýrir þverfag­leg­um stýri­hóp, sem hef­ur það hlut­verk m.a. …
Halla Gunnarsdóttir stýrir þverfag­leg­um stýri­hóp, sem hef­ur það hlut­verk m.a. að fylgja eft­ir og vinna að heild­stæðum úr­bót­um til að draga úr og sporna gegn kyn­ferðis­legu of­beldi.

Halla Gunnarsdóttir, sem stýrir þverfag­leg­um stýri­hóp, sem hef­ur það hlut­verk m.a. að fylgja eft­ir og vinna að heild­stæðum úr­bót­um til að draga úr og sporna gegn kyn­ferðis­legu of­beldi, fjallaði um starf hópsins á ráðstefnunni. 

Hópurinn  hefur  víðtækt  verksvið og vinnur í samræmi við  samning Evrópuráðsins  um forvarnir og baráttu  gegn ofbeldi gegn  konum  og  heimilisofbeldi, í daglegu tali nefndur  Istanbúl-­‐samningurinn, en  Ísland  fullgilti  samninginn á dögunum.  

Kynferðisbrot er gróft brot á sjálfsákvörðunarrétti fólks

„Þetta er framsækinn samningur sem viðurkennir að ofbeldi gegn konum er kerfisbundið og á rætur sínar í ójafnri stöðu kynjanna. Vernd gegn ofbeldi nær eftir sem áður til fólks af öllum kynjum, en þessi viðurkenning er mikilvæg því við þurfum að skilja eðli og afleiðingar kynbundins ofbeldis til að geta upprætt  það,“ segir Halla.  

Kynferðisofbeldi er gróft brot á sjálfsákvörðunarrétti fólks og það er oft hluti af leit þeirra að   réttlæti og sanngirni, að ná aftur stjórn á eigin lífi, segir Halla.

„Rannsóknir sýna að upplifun brotaþola kynferðisofbeldis af réttarkerfinu er ekki bundin við það eitt hvernig málið er leitt til lykta: með sýknu, sakfellingu eða niðurfellingu á einhverju stigi. Réttlæti er ekki bara niðurstaða, heldur líka ferli.  

Í erlendum rannsóknum hafa verið tilgreind dæmi um konur, ég segi konur því þær eru í svo miklum  meirihluta brotaþola, sem hafa gengið í gegnum endurtekið áfall við að kæra ofbeldi jafnvel þótt málið hafi endað með sakfellingu. En það eru líka dæmi um konur sem koma sáttar út úr slíku ferli þótt það hafi ekki endað með dómi,“ segir Halla Gunnarsdóttir, formaður þverfaglegs stýrihóps sem vinnur að úrbótum í kynferðisbrotamálum.  

Í ljósi þess hversu gríðarlega algengt kynferðisofbeldi er á Íslandi, eins og annars staðar, telur Halla það skyldu okkar að finna leiðir til að efla réttarkerfið þannig að fólk sem leitar réttar síns gangi ekki frá borði með nýtt áfall í farteskinu. Hún bendir á að með bættri þekkingu og skilningi hefur meðferð kynferðisbrota orðið margfalt betri hjá lögreglu.

„Ísland  hefur verið leiðandi á heimsvísu í að þróa úrræði réttarkerfisins þannig að þau nái   utan um börn. Það er ekkert mjög langt síðan að talið var að börn sem greindu frá   kynferðisofbeldi væru að spinna sögur og því ekki talin sérstök ástæða til að elta ólar við   slíkt. Í dag vitum við betur og höfum betri skilning á þeim aðferðum sem börn nota við að   greina frá áföllum. Þessi þekking gerir að verkum að réttarkerfið  nær  utan  um  fleiri  brot  en   áður  en  einnig  að  hægt  er  að  veita  börnum  aðstoð  við að vinna úr áföllum fyrr.  Og þar er til  mikils unnið. Spyrjið hvern þann sem hefur þagað yfir kynferðisofbeldi í ár eða  tvö eða tíu eða fimmtíu hvaða áhrif það hefur. En þegar kemur að réttarstöðu eldri brotaþola  drögum við hins vegar lappirnar og hefur okkur verið skipað í ruslflokk í samanburði við hin  Norðurlöndin,“ segir Halla.

mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert