„Aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum“

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég hef aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um vinnubrögð borgarstjóra og meirihluta borgarráðs Reykjavíkur um þá ákvörðun að neita að birta bókun hans í opinberri fundargerð. 

„Fjölmargar spurningar hafa vaknað vegna umræddra aðgerða Reykjavíkurborgar um að örva kosningaþátttöku, m.a. um vinnslu upplýsinga og sendinga óumbeðinna skilaboða til kjósenda. Eðli málsins samkvæmt er um viðkvæmt málefni að ræða og því mikilvægt að ekki vakni grunur um að tilgangurinn með slíkum aðgerðum sé að þjóna ákveðnum framboðum en sniðganga önnur.“

Þannig hefst bókun Kjartans sem var talin innihalda trúnaðargögn og fékk því ekki að birtast í opinni fundargerð en var í stað þess færð í trúnaðarbók af formanni borgarráðs og fulltrúum meirihlutans í Reykjavíkurborg.

Kjartan fékk í framhaldinu þær upplýsingar að bókanir hans yrðu ekki gerðar opinberar fyrr en eftir kosningar.

„Skylda að kjósa“

Ástæðan fyrir því að bókun hans var talin innihalda gögn sem ekki mátti birta opinberlega er, að sögn Kjartans, sú að í bókun hans gerir hann athugasemd við orðalag í bréfum, sem senda átti nýjum kjósendum Reykjavíkurborgar og vísar til orðalags í bréfunum.

Í bókuninni vísar Kjartan nánar til tekið til þeirrar fullyrðingar að það sé „skylda að kjósa“. Kjartan gerði athugasemdir við þetta orðalag í bréfum sem senda átti nýjum kjósendum, ungu fólki og innflytjendum og taldi það villandi.

Taldi efni bréfanna trúnaðarmál

Formaður borgarráðs og meirihluti þess taldi að efni bréfanna væri trúnaðarmál og þar sem Kjartan vísaði til efnis þeirra í bókun sinni var bókunin ekki birt opinberlega, þrátt fyrir að bréfin væru á leið í dreifingu.

„Ég hef aldrei orðið vitni að svona túlkun í stjórnsýslu nokkurn tímann,“ sagði Kjartan um rökstuðning meirihluta borgarráðs.

Formaður borgarráðs, S. Björn Blöndal, vildi lítið tjá sig um ákvörðunina um að birta bókanir Kjartans ekki opinberlega en tók þá fram að hún yrði færð í fundargerð næsta fundar borgarráðs, eftir kosningar.

mbl.is er með bókun Kjartans og birtir hana í heild sinni hér að neðan:

„Fjölmargar spurningar hafa vaknað vegna umræddra aðgerða Reykjavíkurborgar um að örva kosningaþátttöku, m.a. um vinnslu upplýsinga og sendinga óumbeðinna skilaboða til kjósenda. Eðli málsins samkvæmt er um viðkvæmt málefni að ræða og því mikilvægt að ekki vakni grunur um að tilgangurinn með slíkum aðgerðum sé að þjóna ákveðnum framboðum en sniðganga önnur. Umræddar aðgerðir felast m.a. í kynningarherferð í samstarfi við auglýsingastofu þar sem vísað er á ákveðna vefsíðu en á borgarstjórnarfundi 15. maí var á það bent að á umræddri síðu væri ekki að finna upplýsingar um öll framboð sem taka þátt í borgarstjórnarkosningum 26. maí nk. Í a.m.k. einu bréfi er t.d. beinlínis kveðið á um skyldu íbúa til að kjósa sem orkar tvímælis í ljósi þess að það er hluti af kosningaréttinum að nýta hann ekki og senda þannig ríkjandi valdhöfum skýr skilaboð.  Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir því í apríl sl. að óskað yrði eftir áliti Persónuverndar vegna umræddra aðgerða borgarinnar en borgarstjórnarmeirihlutinn hefur beitt ýmsum brögðum til að tefja málið. Ótrúlegt er að meirihlutinn hafi ekki viljað bera umræddar aðgerðir undir Persónuvernd áður en þær komust til framkvæmda.

Þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu í febrúar sl. að farið yrði í aðgerðir til að stuðla að aukinni kosningaþátttöku í komandi borgarstjórnarkosningum, var það að sjálfsögðu gert í trausti þess að ýtarleg kynning færi fram á umræddum aðgerðum með góðum fyrirvara í borgarráði og að gengið yrði úr skugga um það í tæka tíð að ávallt yrði tryggt að ýtrustu persónuverndarsjónarmið yrðu virt. Loks níu dögum fyrir kosningu, fær borgarráð kynningu á málinu í tímahraki eftir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað óskað eftir upplýsingum og árangurslaust lagt til að umræddar aðgerðir verði bornar undir Persónuvernd áður en þær koma til framkvæmda. Sumar þessara aðgerða eru nú þegar komnar til framkvæmda. Mikilvægt er að sem mest sátt náist um slíkar aðgerðir en með óvönduðum vinnubrögðum í málinu, töfum og leyndarhyggju hafa fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans komið í veg fyrir það.“

mbl.is

Innlent »

Fagna aukinni umferð aðkomutogara

14:29 Aðkomutogarar í Neskaupstað hafa landað þar tæplega 1.700 tonnum í sumar. Hafa skipin verið að veiðum úti fyrir Austfjörðum og hagkvæmara reynst að landa aflanum þar eystra. „Auðvitað fögnum við þessari auknu umferð skipa um hafnirnar, hún er afar jákvæð,“ segir Hákon Ásgrímsson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna. Meira »

Tækifæri í nyrstu byggðum

13:55 Mikil tækifæri eru fólgin í því að gera Melrakkasléttu að miðstöð norðurslóðarannsókna á Íslandi. Starfsemi Rannsóknastöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn hefur aukist jafnt og þétt síðustu fjögur ár og skilar sínu til byggðarinnar. Um 2-300 gistinætur á Raufarhöfn í sumar voru vegna vísindamanna að störfum. Meira »

Leita að sveitarfélögum í tilraunaverkefni

13:03 Íbúðalánasjóður leitar nú að sveitarfélögum á landsbyggðinni til samstarfs vegna tilraunaverkefnis sem til stendur að fara í á vegum sjóðsins. Meira »

„Verið að misnota UNESCO skráninguna“

12:40 Samtök útivistarfélaga saka svæðisráð Vestursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði um misnotkun á skráningu þjóðgarðsins á heimsminjaskrá UNESCO. Deilur hafa staðið yfir í um sex ár um enduropnun Vonarskarðs fyrir bíla- og hjólaumferð en vegslóðanum var lokað í kjölfar þess að Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður árið 2008. Meira »

Ríkisendurskoðun ekki í Vinstri grænum

11:52 „Við þurfum sterkar heilbrigðisstofnanir og getum ekki svelt opinbera kerfið af því að aðrir þurfi á fé að halda,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Sprengisandi og játaði þeirri spurningu þáttastjórnandans að sjálfstætt starfandi sérfræðingar þurfi að koma þar á eftir. Meira »

Stefnir í skort á geðlæknum

10:05 Helgi Garðar Garðarsson geðlæknir óttast að það stefni í alvarlegan skort á geðlæknum innan tíu ára. Ágúst Kristján Steinarrsson greindist með geðhvörf 19 ára en hefur verið án einkenna í fimm ár. „Frá því ég veiktist síðast hefur minn lífsstíll verið mín meðferð,“ segir hann í samtali við mbl.is. Meira »

Rannsókn á bílnum lokið

09:51 Tækni­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu hefur lokið við rannsókn bílsins sem keyrt var inn í kynlífshjálp­ar­tækja­versl­un­ina Adam og Evu aðfaranótt föstu­dags. Lögregla verst þó allra fregna af því hverju sú rannsókn hefur skilað í tengslum við framgang málsins. Meira »

Vinnur með „Epal“ Bandaríkjanna

09:00 Í ólgandi stórborginni New York hefur Íslendingurinn Hlynur V. Atlason komið ár sinni vel fyrir borð. Hann rekur þar iðnhönnunarfyrirtækið Atlason sem hannar húsgögn jafnt sem umbúðir og allt þar á milli. Meira »

Varð fyrir sprengingu við matseldina

08:38 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um eld við bílskúr í austurhluta borgarinnar. Þar hafði maður verið að steikja mat og notað til þess eldfiman vökva með þeim afleiðingum að sprenging varð og læsti eldurinn sig í föt og hár mannsins. Meira »

Umhleypingar í kortunum

08:12 Veðrið verður með rólegasta móti í dag með suðvestlægri átt. Léttskýjað verður eystra, en þykknar upp með smá vætu sunnan- og vestantil með morgninum. Veður næstu vikuna verður þó umhleypingasamt. Meira »

Fannst meðvitundarlaus á götu í miðborginni

07:23 Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Þannig var m.a. tilkynnt um tvær líkamsárásir í miðborginni og fannst sá sem fyrir seinni árásinn varð meðvitundarlaus í götu í miðborginni. Meira »

Eignaskipting mjög ójöfn á Íslandi

Í gær, 23:04 Stéttaskipting fyrirfinnst á Íslandi rétt eins og í öðrum vestrænum markaðssamfélögum. Mælikvarðar eins og eignaskipting setja okkur í flokk með Bandaríkjunum og Sviss. Þetta segir Guðmundur Ævar Oddsson, félagsfræðingur og dósent við Háskólann á Akureyri. Meira »

Auðvitað! Þess vegna er himinninn blár

Í gær, 22:44 Af hverju er himinninn blár? er ein þeirra spurninga sem Ari Ólafsson, dósent í eðlisfræði við Háskóla Íslands, svarar í kennslunni auk þess sem hann hefur útskýrt málið á vísindavefnum. Sömu spurningar var einnig spurt í Aravísum Stefáns Jónssonar og þá varð fátt um svör. Meira »

Samningaviðræður áfram í hættu

Í gær, 19:47 Formaður Læknafélags Reykjavíkur fagnar að dómi í máli Ölmu Gunnarsdóttur verði ekki áfrýjað en telur engu að síður hættu á því að viðræður verði í hnút um áramótin. Traust til heilbrigðisyfirvalda hefur beðið hnekki og sérfræðilæknar munu ekki vinna áfram eftir samningnum mánuð í senn. Meira »

Þyrla kölluð út vegna fjórhjólaslyss

Í gær, 19:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag til að sækja mann sem slasaðist á fjórhjóli á Skógaheiði. Maðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður en vegna staðsetningar mannsins og gruns um hryggáverka þótti öruggast að kalla út þyrluna samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Stefnir í tvöfaldan pott í Lottó næst

Í gær, 19:24 Engin var með 1. vinning í Lottó í kvöld og stefnir því í tvöfaldan pott í næstu viku. Bónusvinningurinn gekk heldur ekki út en einn miðahafi hlaut 2. vinning í Jóker og hlýtur 100 þúsund krónur í vinning. Sá heppni keypti miðann í Happahúsinu, Kringlunni. Meira »

Langir biðlistar eftir þjónustu

Í gær, 17:51 Stefnt er að því að fjölga starfsmönnum í geðheilsuteymi austur en langir biðlistar hafa myndast eftir þjónustu þess. Staðan nú er óviðunandi segja stjórnendur þess. Bergþór Grétar Böðvarsson, Reykvíkingur ársins, er gott dæmi um mann sem hefur ekki látið geðraskanir stöðva sig í lífinu. Meira »

Skoðaði ekki sjúkraskrá af forvitni

Í gær, 17:34 Persónuvernd hefur úrskurðað að framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafi mátt skoða sjúkraskrá konu sem hafði kvartað til landlæknis yfir veitingu þjónustu á heilbrigðisstofnuninni. Meira »

Læknanemar lækna bangsa

Í gær, 16:58 Bangsaspítali verður starfræktur á sunnudaginn í tilefni af alþjóðlega bangsadeginum. Öllum börnum, ásamt foreldrum og forráðamönnum, er boðið að koma í heimsókn með „veika eða slasaða bangsa“. Meira »
Róleg, reglusöm, reyklaus kona óskar ef
Róleg, reglusöm, reyklaus kona óskar eftir lítilli íbúð á leigu á höfuðborgarsvæ...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 197.000 km...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...