„Aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum“

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég hef aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um vinnubrögð borgarstjóra og meirihluta borgarráðs Reykjavíkur um þá ákvörðun að neita að birta bókun hans í opinberri fundargerð. 

„Fjölmargar spurningar hafa vaknað vegna umræddra aðgerða Reykjavíkurborgar um að örva kosningaþátttöku, m.a. um vinnslu upplýsinga og sendinga óumbeðinna skilaboða til kjósenda. Eðli málsins samkvæmt er um viðkvæmt málefni að ræða og því mikilvægt að ekki vakni grunur um að tilgangurinn með slíkum aðgerðum sé að þjóna ákveðnum framboðum en sniðganga önnur.“

Þannig hefst bókun Kjartans sem var talin innihalda trúnaðargögn og fékk því ekki að birtast í opinni fundargerð en var í stað þess færð í trúnaðarbók af formanni borgarráðs og fulltrúum meirihlutans í Reykjavíkurborg.

Kjartan fékk í framhaldinu þær upplýsingar að bókanir hans yrðu ekki gerðar opinberar fyrr en eftir kosningar.

„Skylda að kjósa“

Ástæðan fyrir því að bókun hans var talin innihalda gögn sem ekki mátti birta opinberlega er, að sögn Kjartans, sú að í bókun hans gerir hann athugasemd við orðalag í bréfum, sem senda átti nýjum kjósendum Reykjavíkurborgar og vísar til orðalags í bréfunum.

Í bókuninni vísar Kjartan nánar til tekið til þeirrar fullyrðingar að það sé „skylda að kjósa“. Kjartan gerði athugasemdir við þetta orðalag í bréfum sem senda átti nýjum kjósendum, ungu fólki og innflytjendum og taldi það villandi.

Taldi efni bréfanna trúnaðarmál

Formaður borgarráðs og meirihluti þess taldi að efni bréfanna væri trúnaðarmál og þar sem Kjartan vísaði til efnis þeirra í bókun sinni var bókunin ekki birt opinberlega, þrátt fyrir að bréfin væru á leið í dreifingu.

„Ég hef aldrei orðið vitni að svona túlkun í stjórnsýslu nokkurn tímann,“ sagði Kjartan um rökstuðning meirihluta borgarráðs.

Formaður borgarráðs, S. Björn Blöndal, vildi lítið tjá sig um ákvörðunina um að birta bókanir Kjartans ekki opinberlega en tók þá fram að hún yrði færð í fundargerð næsta fundar borgarráðs, eftir kosningar.

mbl.is er með bókun Kjartans og birtir hana í heild sinni hér að neðan:

„Fjölmargar spurningar hafa vaknað vegna umræddra aðgerða Reykjavíkurborgar um að örva kosningaþátttöku, m.a. um vinnslu upplýsinga og sendinga óumbeðinna skilaboða til kjósenda. Eðli málsins samkvæmt er um viðkvæmt málefni að ræða og því mikilvægt að ekki vakni grunur um að tilgangurinn með slíkum aðgerðum sé að þjóna ákveðnum framboðum en sniðganga önnur. Umræddar aðgerðir felast m.a. í kynningarherferð í samstarfi við auglýsingastofu þar sem vísað er á ákveðna vefsíðu en á borgarstjórnarfundi 15. maí var á það bent að á umræddri síðu væri ekki að finna upplýsingar um öll framboð sem taka þátt í borgarstjórnarkosningum 26. maí nk. Í a.m.k. einu bréfi er t.d. beinlínis kveðið á um skyldu íbúa til að kjósa sem orkar tvímælis í ljósi þess að það er hluti af kosningaréttinum að nýta hann ekki og senda þannig ríkjandi valdhöfum skýr skilaboð.  Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir því í apríl sl. að óskað yrði eftir áliti Persónuverndar vegna umræddra aðgerða borgarinnar en borgarstjórnarmeirihlutinn hefur beitt ýmsum brögðum til að tefja málið. Ótrúlegt er að meirihlutinn hafi ekki viljað bera umræddar aðgerðir undir Persónuvernd áður en þær komust til framkvæmda.

Þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu í febrúar sl. að farið yrði í aðgerðir til að stuðla að aukinni kosningaþátttöku í komandi borgarstjórnarkosningum, var það að sjálfsögðu gert í trausti þess að ýtarleg kynning færi fram á umræddum aðgerðum með góðum fyrirvara í borgarráði og að gengið yrði úr skugga um það í tæka tíð að ávallt yrði tryggt að ýtrustu persónuverndarsjónarmið yrðu virt. Loks níu dögum fyrir kosningu, fær borgarráð kynningu á málinu í tímahraki eftir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað óskað eftir upplýsingum og árangurslaust lagt til að umræddar aðgerðir verði bornar undir Persónuvernd áður en þær koma til framkvæmda. Sumar þessara aðgerða eru nú þegar komnar til framkvæmda. Mikilvægt er að sem mest sátt náist um slíkar aðgerðir en með óvönduðum vinnubrögðum í málinu, töfum og leyndarhyggju hafa fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans komið í veg fyrir það.“

mbl.is

Innlent »

Stapa ber að greiða Kára uppsagnarfrest

16:04 Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms þess efnis að Stapa lífeyrissjóði beri að greiða Kára Arnóri Stefánssyni laun á uppsagnarfresti. Kári var framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins en sagði starfi sínu lausu í kjölfar þess að nafn hans kom upp í Panamaskjölunum. Meira »

Hæstiréttur snýr við meiðyrðadómi

15:52 Hæstiréttur hefur sýknað fyrrverandi stjórnarmenn Blindrafélagsins, þau Hall­dór Sæv­ar Guðbergs­son, Baldur Snæ Sig­urðsson, Rósu Maríu Hjörv­ar, Lilju Sveins­dótt­ur, Guðmund Rafn Bjarna­son og Rósu Ragn­ars­dótt­ur af meiðyrðakröfu Bergvins Oddssonar, fyrrverandi formanns Blindrafélagsins. Meira »

Árásin tilefnislaus og hrottafengin

15:19 Árás Dags Hoe Sigurjónssonar á þá Kelvis Sula og Elio Hasani aðfaranótt 3. desember var tilefnislaus og hrottafengin. Þetta kemur fram í dómsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur og segir að ákærði eigi sér engar málsbætur. Meira »

Sigmar vinnur mál gegn Skúla í Subway

15:05 Ákvörðun hluthafafundar Stemmu hf. þann 9. maí 2016 um að selja lóðarréttindi að Austurvegi 12 og 14, Holsvelli, til Fox ehf. var ógilt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar með var farið að kröfu Sjarms og Garms ehf. og Sigmars Vilhjálmssonar. Meira »

Atli áfram sviptur málflutningsréttindum

14:39 Landsréttur hafnaði í dag kröfu Atla Helgasonar um að fella niður sviptingu á málflutningsréttindum hans. Dómurinn sneri með því við úrskurði héraðsdóms sem tók kröfur hans til greina. Atli var dæmdur í 16 ára fangelsi árið 2001 fyrir að hafa orðið manni að bana. Meira »

Tónleikagestir mæti með regnhlífarnar

13:30 Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í fimmta sinn nú um helgina. Búist er við að um 15 þúsund tónleikagestir sæki hátíðina og þar af fjölmargir erlendir gestir. Hátíðin hefst með trompi í kvöld þar sem m.a. velska rokktónlistargoðsögnin Bonnie Tyler stígur á svið. Meira »

Gott veður fyrir leik Íslands á morgun

13:29 Búist er víð fínu veðri víðast hvar á landinu um klukkan þrjú á morgun þegar strákarnir í íslenska landsliðinu hefja leik á móti Nígeríu á HM í Rússlandi. Leikurinn verður sýndur á skjáum undir berum himni á ýmsum stöðum á landinu, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Meira »

Ljósmæðranemar ætla ekki að ráða sig

12:58 Útskriftarnemar í ljósmóðurfræði segjast standa heilshugar við yfirlýsingu sína sem birt var í apríl, þar sem lýst var yfir fullum stuðningi við ljósmæður í yfirstandandi kjaraviðræðum, núna þegar uppsagnir ljóðsmæðra fara að taka gildi. Ekki er það í kortunum fyrir ljósmæðranema að ráða sig í fastar stöður sem ljósmæður fyrr en samningar nást. Meira »

Sýnt beint frá Samgönguþingi

12:50 Samgönguþing hefst klukkan eitt í dag og stendur til klukkan fimm. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, setur þingið sem haldið er á Hótel Sögu. Þingstjóri verður Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri. Meira »

Drífa útilokar ekki framboð

11:46 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, útilokar ekki að bjóða sig fram til formennsku í Alþýðusambandinu. Í samtali við mbl.is segist hún ekki hafa tekið neina ákvörðun um það, en hún muni hugsa málið. Meira »

Dómurinn hvalreki fyrir starfsmenn

11:45 Dómur Hæstaréttar í máli Jökuls Þórs Jónssonar, starfsmanns Hvals hf., gegn Hvali hf. er ekki aðeins fordæmisgefandi fyrir starfsmenn Hvals heldur allan íslenskan vinnumarkað. Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýsðfélags Akraness, sem annaðist málarekstur. Meira »

Jón Steinar sýknaður

11:45 Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag sýknaður af kröfu Benedikts Bogasonar, hæstaréttardómara, í meiðyrðamáli sem sá síðarnefndi höfðaði í fyrra. Meira »

Ekkert erindi vegna dýrareglugerðarinnar

11:12 Engin veitingastaður eða kaffihús í Reykjavík hefur tilkynnt heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að þeir hyggist heimila hunda eða ketti í sínum húsakynnum frá því að Matvælastofnun gaf út leiðbeiningar með reglugerð sem heimilar dýr á veitinga- og kaffihúsum. Meira »

Ræða viðbragðsáætlun vegna verkfalls

10:33 Forstjóri Landspítalans og framkvæmdarstjóri kvenna- og barnasviðs, funda nú með Heilbrigðisráðuneytinu vegna fyrirhugaðs verkfalls ljósmæðra. Verið er að ræða og kynna viðbragðsáætlun spítalans þegar uppsagnir taka gildi 1. júlí. Meira »

Dagur í 17 ára fangelsi fyrir manndráp

09:27 Dagur Hoe Sigurjónsson hefur verið fundinn sekur um manndráp og manndrápstilraun og hefur verið dæmdur til að sæta 17 ára langri fangelsisvist. Meira »

Fólk í vandræðum í Rússlandi

08:28 Embætti ríkislögreglustjóra hefur heyrt af mörgum sem hafa lent í vandræðum eftir að hafa týnt skráningarkortinu (migration card) sem fólk fær við komuna til Rússlands. Meira »

Sjúkum sinnt í Templarahöll

08:18 Baksvið Landspítalinn hefur ákveðið að skrifstofum spítalans við Eiríksgötu 5 verði breytt í þá veru að þar verði í framtíðinni þjónusta við sjúklinga. Meira »

Super Puma umdeildar í Noregi

07:57 Teknisk Ukeblad (TU) í Noregi greindi frá því 15. júní að nota ætti þyrlur sem enginn vildi fljúga með í Noregi til björgunarstarfa á Íslandi. Um er að ræða tvær Airbus H225 Super Puma-þyrlur sem verða afhentar Landhelgisgæslunni (LHG) í lok ársins eða byrjun næsta árs. Meira »

Leitin að arftaka komin á skrið

07:37 „Ég virði það við Gylfa að koma fram núna og tilkynna þetta. Það hefði verið erfitt að fara inn í sumarið í óvissu fram á haust,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, lýsti því yfir í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs í október. Meira »