„Aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum“

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég hef aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um vinnubrögð borgarstjóra og meirihluta borgarráðs Reykjavíkur um þá ákvörðun að neita að birta bókun hans í opinberri fundargerð. 

„Fjölmargar spurningar hafa vaknað vegna umræddra aðgerða Reykjavíkurborgar um að örva kosningaþátttöku, m.a. um vinnslu upplýsinga og sendinga óumbeðinna skilaboða til kjósenda. Eðli málsins samkvæmt er um viðkvæmt málefni að ræða og því mikilvægt að ekki vakni grunur um að tilgangurinn með slíkum aðgerðum sé að þjóna ákveðnum framboðum en sniðganga önnur.“

Þannig hefst bókun Kjartans sem var talin innihalda trúnaðargögn og fékk því ekki að birtast í opinni fundargerð en var í stað þess færð í trúnaðarbók af formanni borgarráðs og fulltrúum meirihlutans í Reykjavíkurborg.

Kjartan fékk í framhaldinu þær upplýsingar að bókanir hans yrðu ekki gerðar opinberar fyrr en eftir kosningar.

„Skylda að kjósa“

Ástæðan fyrir því að bókun hans var talin innihalda gögn sem ekki mátti birta opinberlega er, að sögn Kjartans, sú að í bókun hans gerir hann athugasemd við orðalag í bréfum, sem senda átti nýjum kjósendum Reykjavíkurborgar og vísar til orðalags í bréfunum.

Í bókuninni vísar Kjartan nánar til tekið til þeirrar fullyrðingar að það sé „skylda að kjósa“. Kjartan gerði athugasemdir við þetta orðalag í bréfum sem senda átti nýjum kjósendum, ungu fólki og innflytjendum og taldi það villandi.

Taldi efni bréfanna trúnaðarmál

Formaður borgarráðs og meirihluti þess taldi að efni bréfanna væri trúnaðarmál og þar sem Kjartan vísaði til efnis þeirra í bókun sinni var bókunin ekki birt opinberlega, þrátt fyrir að bréfin væru á leið í dreifingu.

„Ég hef aldrei orðið vitni að svona túlkun í stjórnsýslu nokkurn tímann,“ sagði Kjartan um rökstuðning meirihluta borgarráðs.

Formaður borgarráðs, S. Björn Blöndal, vildi lítið tjá sig um ákvörðunina um að birta bókanir Kjartans ekki opinberlega en tók þá fram að hún yrði færð í fundargerð næsta fundar borgarráðs, eftir kosningar.

mbl.is er með bókun Kjartans og birtir hana í heild sinni hér að neðan:

„Fjölmargar spurningar hafa vaknað vegna umræddra aðgerða Reykjavíkurborgar um að örva kosningaþátttöku, m.a. um vinnslu upplýsinga og sendinga óumbeðinna skilaboða til kjósenda. Eðli málsins samkvæmt er um viðkvæmt málefni að ræða og því mikilvægt að ekki vakni grunur um að tilgangurinn með slíkum aðgerðum sé að þjóna ákveðnum framboðum en sniðganga önnur. Umræddar aðgerðir felast m.a. í kynningarherferð í samstarfi við auglýsingastofu þar sem vísað er á ákveðna vefsíðu en á borgarstjórnarfundi 15. maí var á það bent að á umræddri síðu væri ekki að finna upplýsingar um öll framboð sem taka þátt í borgarstjórnarkosningum 26. maí nk. Í a.m.k. einu bréfi er t.d. beinlínis kveðið á um skyldu íbúa til að kjósa sem orkar tvímælis í ljósi þess að það er hluti af kosningaréttinum að nýta hann ekki og senda þannig ríkjandi valdhöfum skýr skilaboð.  Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir því í apríl sl. að óskað yrði eftir áliti Persónuverndar vegna umræddra aðgerða borgarinnar en borgarstjórnarmeirihlutinn hefur beitt ýmsum brögðum til að tefja málið. Ótrúlegt er að meirihlutinn hafi ekki viljað bera umræddar aðgerðir undir Persónuvernd áður en þær komust til framkvæmda.

Þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu í febrúar sl. að farið yrði í aðgerðir til að stuðla að aukinni kosningaþátttöku í komandi borgarstjórnarkosningum, var það að sjálfsögðu gert í trausti þess að ýtarleg kynning færi fram á umræddum aðgerðum með góðum fyrirvara í borgarráði og að gengið yrði úr skugga um það í tæka tíð að ávallt yrði tryggt að ýtrustu persónuverndarsjónarmið yrðu virt. Loks níu dögum fyrir kosningu, fær borgarráð kynningu á málinu í tímahraki eftir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað óskað eftir upplýsingum og árangurslaust lagt til að umræddar aðgerðir verði bornar undir Persónuvernd áður en þær koma til framkvæmda. Sumar þessara aðgerða eru nú þegar komnar til framkvæmda. Mikilvægt er að sem mest sátt náist um slíkar aðgerðir en með óvönduðum vinnubrögðum í málinu, töfum og leyndarhyggju hafa fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans komið í veg fyrir það.“

mbl.is

Innlent »

Lá ofurölvi á gangstétt við bar

06:15 Lögregla hafði í nótt afskipti af ofurölvaðri konu þar sem hún lá á gangstétt við bar í Bústaða- og Háaleitishverfi, en nokkur slík atvik þar sem lögregla þurfti að hafa afskipti af ofurölvuðu fólki voru skráð í dagbók lögreglu eftir þessa nóttina. Meira »

Um 80% eru prentuð erlendis

05:30 Um 80% allra þeirra 614 bóka sem getið er í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2018 eru prentuð erlendis.   Meira »

Tvöfalt meira af svefnlyfjum

05:30 34 þúsund einstaklingar fengu ávísuð svefnlyf á Íslandi á síðustu tólf mánuðum. Notkun svefnlyfja er hlutfallslega miklu meiri hér en í flestum öðrum löndum, samkvæmt upplýsingum á vef landlæknis. Meira »

Gera þarf ítarlegri kröfur

05:30 Gera þarf ítarlegri kröfur um áhrif bygginga á vind hér á landi, einnig vantar frekari eftirfylgni með núverandi kröfum, að mati Harðar Páls Steinarssonar verkfræðings. Meira »

Götur, sléttur og básar

05:30 Götunafnanefnd Reykjavíkur hefur gert tillögur að nýjum götuheitum á Landspítalalóð, í Gufunesi og á Esjumelum.  Meira »

Andlát: Kristrún Eymundsdóttir

05:30 Kristrún Eymundsdóttir, fyrrverandi framhaldsskólakennari, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 8. desember. Hún var 82 ára að aldri. Meira »

Hreinar hendur bjarga

05:30 Meira en fjórir sjúklingar sýkjast á Landspítalanum á hverjum einasta degi ársins. Þótt markvisst hafi verið unnið að úrbótum, meðal annars með því að minna heilbrigðisstarfsfólk á að hreinsa hendurnar á sér rétt og vel, eru spítalasýkingar hlutfallslega algengari en nágrannalöndum. Meira »

Veiking krónu örvar ferðaþjónustuna

05:30 Útlit er fyrir að næsta ár verði gott í ferðaþjónustunni. Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofu segir að bókunartímabilið fyrir árið 2019 fari betur af stað en það gerði fyrir árið 2018. Meira »

Lýsa áhyggjum af vegstikum

05:30 „Drullan, tjaran og saltið slettist upp á stikurnar og þær verða mjög skítugar á þessum árstíma,“ segir Jóhann Bjarni Skúlason, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni. Meira »

Skipið náðist ekki á flot

Í gær, 22:00 Tilraun til þess að ná hollenska flutningaskipinu Amber á flot á flóðinu í kvöld heppnuðust ekki en skipið tók niðri á sandrifi í innsiglingunni til Hafnar í Hornafirði í morgun. Meira »

Hyggst sitja áfram í velferðarnefnd

Í gær, 21:07 Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, hyggst sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis. Sérfræðingar sem starfa við rannsóknarsetur Háskóla Íslands í fötlunarfræðum hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að vinna með nefndinni á meðan Anna Kolbrún á þar sæti. Meira »

„Maður er að gera eitthvað af sér“

Í gær, 19:20 „Maður er að gera eitthvað af sér,“ segir Helga Kolbrún Magnúsdóttir um íþróttina axarkast sem hún stundar af miklum móð. „Innri víkingur“ fólks brjótist fram þegar öxum er hent þéttingsfast í tréfleka svo hún festist. Stefnan hefur verið sett á að setja á fót deildarkeppni í axarkasti hérlendis. Meira »

Heiðra minningu Stefáns Karls

Í gær, 19:10 Á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í fyrra sungu þeir Stefán Karl saman lagið „Aleinn um jólin.” Lagið hefur nú verið gefið út og munu allar tekjur af laginu renna til barna Stefáns Karls. Máni Svavarsson, höfundur lagsins og Björgvin Halldórsson rifjuðu upp söguna á bak við lagið. Meira »

Hljóp 115 kílómetra á innan við sólarhring

Í gær, 18:40 „Þetta kennir manni hvað maður getur náð langt, hvað líkaminn er magnað fyrirbæri,“ segir Sigurjón sem hafnaði í þriðja sæti og varð jafnframt efsti Íslendingurinn í hindrunarhlaupinu Iceland Spartan Ultra World Championship, sem lauk í dag í Hveragerði. Meira »

Tóku ekki þátt í tali þingmannanna

Í gær, 18:04 „Það er ekki í frásögu færandi að kollegar fara á bar til að spjalla um daginn og veginn og hitta þar fyrir aðra kollega. Á Klaustri heilsaði ég líka öðrum sem ég þekki – eins og maður gerir,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, í Reykjavík í kjölfar fullyrðingar vefjarins Viljinn.is um að stjórnmálamennirnir sem hist hafi á barnum Klaustri í síðasta mánuði hafi ekki verið sex heldur átta. Meira »

Slösuð kona sótt í Reykjadal

Í gær, 17:31 Hjálparsveit skáta í Hveragerði var í dag kölluð út vegna konu sem tilkynnt var um að hefði slasast í Reykjadal ofan Hveragerðis. Meira »

Varað við kröftugum vindhviðum

Í gær, 15:40 Varasöm akstursskilyrði munu skapast sunnan- og vestanlands síðdegis á morgun samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, en þá gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm og jafnvel staðbundið rok með rigningu á láglendi en sjókomu á heiðum og fjallvegum. Meira »

Bílvelta við Hof á Akureyri

Í gær, 15:34 Bifreið valt á Glerárgötu við menningarhúsið Hof á Akureyri nú rétt fyrir kl. 15 í dag. Ekki er vitað hversu margir voru í bílnum en samkvæmt heimildum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra urðu engin meiðsli á fólki. Meira »

Ófært á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði

Í gær, 14:43 Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði á Vestfjörðum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en annars hálka á flestum fjallvegum í landshlutanum og hálkublettir víða á láglendi. Meira »
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...