„Aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum“

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég hef aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um vinnubrögð borgarstjóra og meirihluta borgarráðs Reykjavíkur um þá ákvörðun að neita að birta bókun hans í opinberri fundargerð. 

„Fjölmargar spurningar hafa vaknað vegna umræddra aðgerða Reykjavíkurborgar um að örva kosningaþátttöku, m.a. um vinnslu upplýsinga og sendinga óumbeðinna skilaboða til kjósenda. Eðli málsins samkvæmt er um viðkvæmt málefni að ræða og því mikilvægt að ekki vakni grunur um að tilgangurinn með slíkum aðgerðum sé að þjóna ákveðnum framboðum en sniðganga önnur.“

Þannig hefst bókun Kjartans sem var talin innihalda trúnaðargögn og fékk því ekki að birtast í opinni fundargerð en var í stað þess færð í trúnaðarbók af formanni borgarráðs og fulltrúum meirihlutans í Reykjavíkurborg.

Kjartan fékk í framhaldinu þær upplýsingar að bókanir hans yrðu ekki gerðar opinberar fyrr en eftir kosningar.

„Skylda að kjósa“

Ástæðan fyrir því að bókun hans var talin innihalda gögn sem ekki mátti birta opinberlega er, að sögn Kjartans, sú að í bókun hans gerir hann athugasemd við orðalag í bréfum, sem senda átti nýjum kjósendum Reykjavíkurborgar og vísar til orðalags í bréfunum.

Í bókuninni vísar Kjartan nánar til tekið til þeirrar fullyrðingar að það sé „skylda að kjósa“. Kjartan gerði athugasemdir við þetta orðalag í bréfum sem senda átti nýjum kjósendum, ungu fólki og innflytjendum og taldi það villandi.

Taldi efni bréfanna trúnaðarmál

Formaður borgarráðs og meirihluti þess taldi að efni bréfanna væri trúnaðarmál og þar sem Kjartan vísaði til efnis þeirra í bókun sinni var bókunin ekki birt opinberlega, þrátt fyrir að bréfin væru á leið í dreifingu.

„Ég hef aldrei orðið vitni að svona túlkun í stjórnsýslu nokkurn tímann,“ sagði Kjartan um rökstuðning meirihluta borgarráðs.

Formaður borgarráðs, S. Björn Blöndal, vildi lítið tjá sig um ákvörðunina um að birta bókanir Kjartans ekki opinberlega en tók þá fram að hún yrði færð í fundargerð næsta fundar borgarráðs, eftir kosningar.

mbl.is er með bókun Kjartans og birtir hana í heild sinni hér að neðan:

„Fjölmargar spurningar hafa vaknað vegna umræddra aðgerða Reykjavíkurborgar um að örva kosningaþátttöku, m.a. um vinnslu upplýsinga og sendinga óumbeðinna skilaboða til kjósenda. Eðli málsins samkvæmt er um viðkvæmt málefni að ræða og því mikilvægt að ekki vakni grunur um að tilgangurinn með slíkum aðgerðum sé að þjóna ákveðnum framboðum en sniðganga önnur. Umræddar aðgerðir felast m.a. í kynningarherferð í samstarfi við auglýsingastofu þar sem vísað er á ákveðna vefsíðu en á borgarstjórnarfundi 15. maí var á það bent að á umræddri síðu væri ekki að finna upplýsingar um öll framboð sem taka þátt í borgarstjórnarkosningum 26. maí nk. Í a.m.k. einu bréfi er t.d. beinlínis kveðið á um skyldu íbúa til að kjósa sem orkar tvímælis í ljósi þess að það er hluti af kosningaréttinum að nýta hann ekki og senda þannig ríkjandi valdhöfum skýr skilaboð.  Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir því í apríl sl. að óskað yrði eftir áliti Persónuverndar vegna umræddra aðgerða borgarinnar en borgarstjórnarmeirihlutinn hefur beitt ýmsum brögðum til að tefja málið. Ótrúlegt er að meirihlutinn hafi ekki viljað bera umræddar aðgerðir undir Persónuvernd áður en þær komust til framkvæmda.

Þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu í febrúar sl. að farið yrði í aðgerðir til að stuðla að aukinni kosningaþátttöku í komandi borgarstjórnarkosningum, var það að sjálfsögðu gert í trausti þess að ýtarleg kynning færi fram á umræddum aðgerðum með góðum fyrirvara í borgarráði og að gengið yrði úr skugga um það í tæka tíð að ávallt yrði tryggt að ýtrustu persónuverndarsjónarmið yrðu virt. Loks níu dögum fyrir kosningu, fær borgarráð kynningu á málinu í tímahraki eftir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað óskað eftir upplýsingum og árangurslaust lagt til að umræddar aðgerðir verði bornar undir Persónuvernd áður en þær koma til framkvæmda. Sumar þessara aðgerða eru nú þegar komnar til framkvæmda. Mikilvægt er að sem mest sátt náist um slíkar aðgerðir en með óvönduðum vinnubrögðum í málinu, töfum og leyndarhyggju hafa fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans komið í veg fyrir það.“

mbl.is

Innlent »

Hannesar háloftanna

Í gær, 22:51 Æfingin skapar meistarann, segir máltækið. Hefði Hannes Þór Halldórsson ekki æft sig af kappi hefði hann eflaust ekki varið vítið frá Lionel Messi á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi um liðna helgi. Meira »

Fólk hugi að lausamunum

Í gær, 22:07 Búast má við hvassviðri eða stormi um landið austanvert í nótt og fram yfir hádegi á morgun með snörpum vindhviðum við fjöll, víða yfir 30 metrum á sekúndu en yfir 40 metrum á sekúndu á stöku stað, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Harma „tilhæfulausa gagnrýni“ Íslands

Í gær, 21:57 Stjórnvöld Filippseyja fara ófögrum orðum um Ísland fyrir „hlutdræga og tilhæfulausa gagnrýni“. Tilefnið er ávarp sem fastafulltrúi Íslands hjá SÞ, Harald Aspelund, flutti á þriðjudag um ástand mannréttindamála á Filippseyjum fyrir hönd næstum fjörutíu aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Hana langar bara að verða edrú

Í gær, 20:58 Björk Ólafsdóttir telur úrræðaleysi ríkja í málefnum geðsjúkra fíkla. Dóttir hennar, sem er með tvo geðsjúkdóma, hefur verið sprautufíkill í sjö ár og er hættuleg sjálfri sér og öðrum. Björk vill sjá alvöru úrræði fyrir þennan hóp sem hún telur yfirvöld frekar vilja fela. Meira »

Læknar gerðu mistök í Rússlandi

Í gær, 20:45 Tveir íslenskir læknar starfandi í Svíþjóð gerðu mistök á leið sinni til Volgograd í Rússlandi þar sem þeir ætluðu að sjá íslenska landsliðið í knattspyrnu spila á móti Nígeríu. Þeir misstu af tengiflugi sínu eftir að hafa farið á Rauða torgið til að taka nokkrar „sjálfur“ og fundu ekki annað flug. Meira »

„Þú býður ekki þessu fólki í heimsókn“

Í gær, 19:06 Andstæðingar hvalveiða mótmæla langreyðaveiðum Hvals hf., sem hófust á ný fyrir helgi. Kristján Loftsson forstjóri fyrirtækisins ræddi veiðarnar og gagnrýni á þær við mbl.is og segir m.a. fráleitt að hvalveiðar við Íslandsstrendur hafi áhrif neikvæð áhrif á ferðamannaiðnaðinn. Meira »

Munu ræða mál Hauks Hilmarssonar

Í gær, 18:11 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, mun ræða mál Hauks Hilmarssonar við Nihat Zeybecki, efnahagsmálaráðherra Tyrklands, á morgun, áður en ráðherrafundur fríverslunarsamtaka Evrópu hefst á Sauðárkróki. Meira »

„Það hrúgast inn uppsagnir“

Í gær, 17:53 „Það hrúgast inn uppsagnir. Það er gríðarleg óánægja náttúrulega,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, í samtali við mbl.is. Telur Katrín að níu ljósmæður hafi sagt upp störfum á fæðingarvakt Landspítalans í síðustu viku. Meira »

Orð Vilhjálms fjarri sannleikanum

Í gær, 17:01 „Við höfum aldrei skikkað einn eða neinn til þess að vera í þessu eða hinu stéttarfélaginu,“ segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. í samtali við mbl.is. Hann segir Vilhjálm Birgisson formann Verkalýðsfélags Akraness fara með rangt mál hvað það varðar. Meira »

Sérsveitin kölluð út í Reykjanesbæ

Í gær, 16:31 Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til að aðstoða lögregluna á Suðurnesjum eftir að ráðist var á mann með hamri í Reykjanesbæ í gær. Átök tveggja manna í gleðskap enduðu með því að annar þeirra tók upp hamar og beitti honum í áflogum þeirra á milli. Meira »

Varað við stormi, grjótflugi og sandfoki

Í gær, 15:32 Full ástæða er til að hafa varann á vegna vinds í nótt og framan af morgundeginum, einkum austanlands. Búast má við hviðum upp á 40 til 45 metra á sekúndu við Kvísker og á Breiðamerkursandi frá því um klukkan þrjú í nótt og til um klukkan átta, með tilheyrandi grjótflugi. Meira »

Forsetahjónin svekkt með vítið

Í gær, 13:58 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú héldu til Eistlands í opinbera heimsókn á fimmtudag og horfðu meðal annars á leik Íslands og Nígeríu ásamt þjóðhöfðingjum fimm annarra ríkja í borginni Tartu. Meira »

Sigldu til bjargar ferðamanni

Í gær, 13:45 Þrír menn komu erlendum ferðamanni sem rann ofan af klettum við Miðgjá á Arnarstapa til bjargar þar sem hann hélt dauðahaldi í klettana. Hann hafði þá verið nánast allur á kafi í köldum sjónum í nokkrar mínútur. Meira »

Dómarinn ætti að anda með nefinu

Í gær, 11:35 Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari segir að Benedikt Bogason hæstaréttardómari beri sýnilega „mjög kaldan hug“ til sín og að hann telji að dómarinn ætti að „anda pínulítið með nefinu“ og átta sig á því að hann geri sjálfum sér ekki greiða með málarekstri gegn sér. Meira »

Frá Aleppo til Akureyrar

Í gær, 11:15 Reem Almohammad kom til Íslands í janúar 2016 í hópi kvótaflóttamanna frá Sýrlandi sem boðið var að hefja nýtt líf á Akureyri. Þrátt fyrir velvild Íslendinga hefur Reem ekki eignast vini og finnst hún höfð útundan. Meira »

Ansi kröpp lægð á leiðinni

Í gær, 10:39 Hvassviðri eða stormur verður á öllu austanverðu landinu í nótt og fram eftir degi á morgun. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna þessa, en vindhraðinn verður 15-25 metrar á sekúndu og vindhviður geta orðið allt að 35 metrar á sekúndu. Meira »

Varað við hvassviðri eða stormi

Í gær, 08:43 Veðurstofan varar við hvassviðri eða stormi á austanverðu landinu og hálendinu í nótt og fyrir hádegi á morgun. Getur vindhraði víða farið upp í 30 m/s. Gul viðvörun er í gildi. Meira »

Reyndi að bíta mann

Í gær, 08:06 Kona í annarlegu ástandi var handtekin á slysadeild Landspítalans seint í gærkvöldi fyrir að reyna að bíta mann.   Meira »

Um 30 fíkniefnamál á Secret Solstice

Í gær, 08:04 Í gærkvöldi og nótt hafði lögreglan afskipti af þrjátíu manns í Laugardalnum vegna vörslu fíkniefna en í dalnum fer nú fram tónlistarhátíðin Secret Solstice. Þá komu einnig upp nokkur líkamsárásarmál og mál tengd ölvunarástandi á hátíðinni samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Meira »
Jötul kamína.
Til sölu kamína frá JÖTUL ,hitar vel kr.60 þúsund,tvöfaldur Reykhávur getur fyl...
Le Corbusier LC4 Legubekkur með kálfskinni
Legubekkur eftir Le Corbusier með kálfskinni frá fyrirækinu CASINA - Verðhugmy...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Jarðaberjaplöntur til sölu.
Nokrar plöntur til sölu,er í Garðabæ, 5stk á 1000kr. uppl: 8691204 ....