Fá ný störf krefjast háskólamenntunar

Gissur Pétursson sagði að þrátt fyrir örlítið vaxandi atvinnuleysi á …
Gissur Pétursson sagði að þrátt fyrir örlítið vaxandi atvinnuleysi á fyrstu mánuðum yfirstandandi árs væri töluverður skortur á starfsfólki. mbl.is/Arnþór

„Stærstur hluti þeirra starfa sem orðið hafa til síðustu misseri er störf sem ekki krefjast mikillar menntunar eða sérhæfingar eða þá störf fyrir iðnmenntaða og fólk með annars konar framhaldsmenntun. Minna hefur orðið til af störfum sem krefjast háskólamenntunar á sama tíma og háskólamenntuðum fjölgar mjög á vinnumarkaði.“

Þetta sagði Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, á ársfundi stofnunarinnar í gær. Hann sagði þetta áhyggjuefni, þar sem öll hvatning til uppvaxandi kynslóða hefði verið að lykillinn að betri lífskjörum væri að ganga menntaveginn.

„Ísland verður að vara sig á því að verða ekki láglaunaland í ferðaþjónustu og gleyma langtímahugsun í nýsköpunargreinum, tækni og hugbúnaðarþróun þar sem rými fyrir velmenntað háskólafólk ætti að vera gott,“ sagði Gissur, en um ársfundinn er fjallað nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert