Fastan lengst á Íslandi

AFP

Fasta múslíma er ein sú lengsta í heiminum á Íslandi vegna birtunnar. Alls þurfa múslímar að fasta í 22 klukkustundir á Íslandi undir lok Ramandan-föstunnar. Ramadan hófst 16. maí í ár og lýkur 14. júní.

Myndskeið BBC um föstu múslíma á Íslandi er mest lesna fréttamyndskeiðið á BBC en þar er rætt við múslíma á Íslandi. Bæði fólk sem tekur þátt í föstunni og þá sem ekki fasta en taka þátt í bænahaldi.

Fastan er ein af fimm grundvallarstoðum íslams. Hinar stoðirnar eru trúarjátningin, bænin, pílagrímsferð til Mekka og að gefa fátækum ölmusur.

Á Vísindavef Háskóla Íslands segir að Ramadan er níundi mánuðurinn í dagatali múslima og er helgaður föstu.Múslimar trúa því að það hafi verið í níunda mánuðinum semAllah (Guð) opinberaði hina heilögu bók Qur'an eða Kóraninn fyrir Múhameð spámann. 

Bænir eru mikilvægar á Ramadan.
Bænir eru mikilvægar á Ramadan. AFP

Fastan hefst þegar nýtt tungl er sýnilegt á himni en múslímar geta einnig miðað við útreikninga stjörnufræðinga um gang himintungla til að marka upphaf mánaðarins og þar með föstunnar. Mismunandi er eftir stöðum hvor aðferðin er notuð.

Hungurtilfinningin á að auka samkennd með þeim sem eru fátækir og svangir allan ársins hring. Í kjölfar föstunnar eiga múslímar að fyllast þakklæti vegna alls þess góða sem lífið gefur þeim. Barnshafandi konur og þeir sem veikir eru eða á ferðalagi þurfa þó ekki nauðsynlega að fasta en þeim er ráðlagt að gera það þegar tækifæri býðst.

Ramadan er mikil hátíð hjá múslimum og algengt er að þeir útbúi sérstaka matarrétti sem eingöngu eru snæddir á föstunni. Matur er borðaður rétt fyrir sólarupprás, og kallast málsverðurinn þá suhoor, og eftir sólarlag en þá kallast málsverðurinn iftar. Á meðan dagur er á lofti borðamúslimar ekkert. Sólin er auðvitað misjafnlega lengi á lofti eftir árstíð og stað þannig að föstutíminn er lengstur þegarRamadan er að sumarlagi og þá því lengri sem fjær dregur miðbaug. Við sólarlag gæða múslímar sér oft á döðlum áður en þeir halda til bæna. Að bænastundinni lokinni er algengt að vinum og ættingjum sé boðið til veislu.

AFP

Síðustu tíu dagar Ramadan skipta mestu í föstunni en mikilvægasti sólarhringurinn er sá 27. Múslimar trúa því að um nóttina á 27. degi föstunnar hafi fyrstu erindi Kóransins opinberast spámanninum. Sú nótt gengur undir nafninu Lailat ul-Qadr eða nótt mættisins. Í Kóraninum segir að nóttin jafnist á við þúsund mánuði og því eyða margir múslímar allri nóttinni í bæn. Á föstu reyna múslímar að lesa eins mikið í Kóraninum og þeir geta og margir lesa hann allavega einu sinni. Aðrir eyða dagstund alla föstuna í mosku þar sem lesið er upphátt upp úr Kóraninum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert