Frjósemi aldrei verið minni

Árið 2017 fæddust 4.071 barn á Íslandi.
Árið 2017 fæddust 4.071 barn á Íslandi. mbl.is/Golli

Frjósemi kvenna á Íslandi árið 2017 var minni en nokkru sinni áður, að því er fram kemur í frétt á vef Hagstofunnar. Mældist frjósemin í fyrra 1,71 barn á hverja konu. Þá hélt meðalaldur frumbyrja áfram að hækka og mældist nú 27,8 ár. Þá er hvergi í Evrópu algengara að barn fæðist utan hjónaband en á Íslandi.


Þrátt fyrir minnkandi frjósemi kvenna, fæddust fleiri börn á landinu í fyrra en árið 2016.
Árið 2017 fæddust 4.071 barn á Íslandi, en 2016 voru 4.034 börn fæddust. Alls fæddust 2.112 drengir og 1.959 stúlkur og jafngildir það því að  1.078 drengir fæðist á móti hverjum 1.000 stúlkum.

Árið 2017 var frjósemi íslenskra kvenna 1,71 börn á ævi hverrar konu og hefur hún aldrei farið lægra frá því að mælingar hófust árið 1853. Árið 2016 var frjósemi 1,75 en það er næst lægsta frjósemi sem mælst hefur hér á landi. Undanfarinn áratug hefur frjósemi á Íslandi verið rétt um tvö börn á ævi hverrar konu, en almennt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið.

Eins og við má búast voru flest nýfædd börn í fyrra skrásett með lögheimili í Reykjavík (1.536), í Kópavogi (441) og í Hafnarfirði (360). Flestar fæðingar voru í ágúst (379) en fæstar í febrúar (278). Árið 2016 fæddust flest börn í september (403) og fæst í desember (283). 

Árið 2017 fæddust 28,8% barna á Íslandi í hjónabandi. Rúmlega 56% barna fæddust í óvígðri sambúð og 14,8% fæddust því utan sambúðar eða hjónabands. Af 28 löndum Evrópusambandsins fæðast um 40% barna utan hjónabands. Næstólíklegast, á eftir Íslandi, er að börn fæðist innan hjónabands í Frakklandi (59,7%), Slóveníu og Búlgaríu (58,6%). Til samanburðar fæðast varla börn utan hjónabands í Tyrklandi (2,9%) og það sama má segja um Grikkland (9,4%).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert