Bólusetningar fyrir Rússlandsför: Fylgst með landsliðsmönnum

Aron Einar Gunnarsson og Luka Modric munu eigast við í …
Aron Einar Gunnarsson og Luka Modric munu eigast við í Rostov 26. júní. mbl.is/Golli

„Ég veit ekki til þess að einhver landsliðsmannanna hafi þurft á bólusetningu að halda en ég veit að læknateymi okkar hefur hugað að þessu,“ segir Ómar Smárason, markaðsstjóri KSÍ, þegar tilmæli sóttvarnarlæknis um bólusetningar fyrir Rússlandsferð eru bornar undir hann.

„Það er fast vinnulag þegar við förum á staði utan Mið-Evrópu að huga að bólusetningum. Ég veit að einn eða tveir starfsmenn hjá KSÍ hafa látið bólusetja sig,“ segir Ómar.

Undirbúningur landsliðsins fyrir HM í Rússlandi fer nú að ná hámarki. Í gær kom stærsti hluti landsliðshópsins saman til æfinga og fram undan eru síðustu tveir æfingaleikirnir fyrir stóru stundina. Ísland mætir Noregi laugardaginn 2. júní og Gana fimmtudaginn 7. júní. Fyrsti leikurinn á HM er gegn Argentínu laugardaginn 16. júní í Moskvu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert