Líkamsleifarnar af Arturi

Artur Jarmoszko.
Artur Jarmoszko.

Staðfest hefur verið að líkamsleifar sem fundust undan ströndum Snæfellsness í febrúar séu af Arturi Jarmoszko sem saknað hafði verið frá því í mars í fyrra. Lögreglan telur ekki að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins.

Síðast sást til Arturs, sem var 26 ára, í miðborg Reykjavíkur 1. mars í fyrra. Talið er að líkamsleifarnar, sem fundust á um 120 metra dýpi, hafi borist með hafstraumum að Snæfellsnesi. Fótleggur kom fyrst í veiðarfæri og var botninn í kjölfarið rannsakaður af lögreglu með ítarlegum hætti. Við það fannst lærleggur og höfuðkúpa.

Líkamsleifarnar voru sendar til Svíþjóðar til rannsóknar. Ættingjar Arturs hafa verið látnir vita. Hann var frá Póllandi en hafði búið á Ísland um nokkra hríð.

Uppfært 18:15: Eftirfarandi tilkynning hefur borist frá lögreglunni:

„Þann 8. mars 2017 var lögreglu tilkynnt um hvarf Artur Jarmoszko, sem hafði horfið sporlaust þann 1. mars sama ár. Lögregla hóf strax leit, skoðaði síma og tölvugögn og ræddi við fjölskyldu og vini Arturs. Lögregla hafið mjög takmarkaðar upplýsingar til að vinna eftir og bar leit ekki árangur. Þann 23. febrúar 2018 var lögreglu tilkynnt um líkamsleifar sem skipverjar línuskips sem var við veiðar á Faxaflóa fundu. Við rannsókn réttarmeinafræðings komu fram atriði sem bentu til að þar væri að finna líkamsleifar Arturs.

Þar sem að um línuskip var að ræða lágu fyrir afar nákvæmar upplýsingar um það hvar líkamsleifarnar fundust. Því var strax byrjað að meta hvernig hægt væri að rannsaka sjávarbotninn á svæðinu nánar. Þann 8. mars 2018 var lagt upp í leiðangur á varðskipinu Tý, en afar margir komu að leiðangrinum en fyrir utan áhöfn Týs komu einstaklingar frá kafardeild Landhelgisgæslu, kafardeild ríkislögreglustjóra, starfsmaður frá Teledyne og Árni Kópsson, kafari.

Tilgangur leiðangurs var að leita svæðið með Gavia kafbát Teledyne til að reyna að finna líkamsleifar. Til að gefa hugmynd um stærð leitarinnar þá var leitarsvæðið 180 metra langt og 60 metra breitt – en þar sem svæðið var á 120 metra dýpi er slíkt afar erfitt og tæknilega flókið. Teknar voru 18 þúsundir myndir. Í kjölfarið hófst vinna við greiningu á þeim, en sú greining leiddi af sér að greina mátti hlut af gæti verið líkamshluti.

Þann 12-15.3.2018 var farið í annan leiðangur til að endurheimta líkamsleifar af sjávarbotni og gekk það eftir. Eftir rannsókn réttarmeinafræðings, þar á meðal DNA rannsókn, var sýnt fram á að líkamsleifarnar tilheyra Artur Jarmoszko. Engin merki voru um áverka á líkamshlutunum sem fundust. Fjölskyldu Arturs hefur verið tilkynnt um lyktir leitarinnar.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill koma til leiðar miklu þakklæti fyrir aðstoð í málinu, þar á meðal allra sem getið hefur verið hér að ofan, en ekki síst Björgunarsveitum sem komu að málinu. Fjölskylda Arturs bað um að komið yrði á framfæri að þau óskuðu þess að þeim yrði hlíft við fyrirspurnum vegna málsins og leyft að syrgja Artur í næði.“

mbl.is

Innlent »

Ákærðir fyrir árás á Houssin

11:35 Héraðssaksóknari hefur ákært Baldur Kolbeinsson og Trausta Rafn Henriksson fyrir hættulega líkamsárás á ungan hælisleitanda frá Marokkó, Houssin Bsraoi, í janúar síðastliðnum. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands á fimmtudaginn. Meira »

Tankbíll í árekstri á Hringbraut

10:45 Tankbíll og fólksbíll rákust saman á gatnamótum Hringbrautar og Nauthólsvegar, skammt frá BSÍ, um klukkan 10 í morgun.  Meira »

Undir áhrifum áfengis og svefnlyfs

10:29 Kona sem lést í bílslysi á Grindavikurvegi í mars í fyrra var ekki spennt í öryggisbelti. Hún kastaðist út úr bílnum þegar hann hafnaði utan vegar og valt. Konan var undir verulegum áhrifum áfengis og einnig undir áhrifum svefnlyfs. Styrkur þess í blóði var við eitrunarmörk. Meira »

Innkalla rjómasúkkulaði

09:27 Nói Síríus hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Síríus rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti. Meira »

Umferðarslys á Þrengslavegi

09:14 Einn var fluttur á sjúkrahús eftir árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Þrengslavegar í morgun.  Meira »

Ljósastýring við Goðafoss?

08:18 Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar lýsir áhyggjum sínum vegna þeirrar hættu sem skapast við einbreiða brú yfir Skjálfandafljót við Goðafoss þegar umferð er sem mest. Meira »

Snjóflóð tengd aukinni umferð

07:57 Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að aukin fjölgun snjóflóða af mannavöldum komi ekki á óvart, þar sem hún haldist í hendur við stóraukna ástundun fólks á vetraríþróttum til fjalla. Meira »

Fyrsta flensutilfelli haustsins staðfest

07:37 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfestir að eitt tilfelli af flensu hafi greinst á Landspítalanum í haust.   Meira »

Skrifar Jóni Steinari opið bréf

07:34 Anna Bentína Hermansen, brotaþoli kynferðisofbeldis og íslensks réttarkerfis, skrifar Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni opið bréf þar sem hún segist taka áskorun hans um að spjalla á opinberum vettvangi. Þar greinir hún frá því þegar hún leitaði til hans sem lögmanns vegna kynferðislegs ofbeldis. Meira »

Snjór og éljagangur á Öxnadalsheiði

07:05 Vegagerðin varar við hálku og hálkublettum víða um land. Meðal annars er hálka á Hellisheiði og Þrengslum.   Meira »

Blæs úr ýmsum áttum

06:55 Búast má við vestlægri golu eða kalda víða um land í dag og má búast við snjókomu á norðanverðu landinu. Á morgun verður vindur með rólegasta móti en á miðvikudag mun vindur blása af ýmsum áttum og nokkuð drjúg úrkoma fylgir með og er hún líkleg til að vera slydda eða snjókoma um landið norðanvert. Meira »

Fjölgun varaþingmanna eðlileg

05:30 „Fjölgun varamanna á sér eðlilegar skýringar. Við tökum að einhverju leyti meiri þátt í alþjóðastarfi og ég þori að fullyrða að ekkert bruðl sé í gangi vegna þess enda erum við oftast með minnstu sendinefndirnar á alþjóðavettvangi en reynum að taka þátt með sómasamlegum hætti.“ Meira »

Kirkjan tekur afstöðu í umhverfismálum

05:30 Ráðstefnunni Arctic Circle lauk í gær, eftir þriggja daga dagskrá. Við lok ráðstefnunnar settust fimm biskupar frá Norðurlöndum niður og settu fram skýra afstöðu kirknanna til umhverfismála á norðurslóðum. Meira »

„Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“

05:30 Góð stemning og baráttuhugur var í húsnæði BSRB í gær þegar konur á öllum aldri unnu að gerð kröfuspjalda fyrir kvennafrídaginn 24. október. Meira »

Sala á bílum á pari við árið 2016

05:30 „Við höfum ekki stórar áhyggjur af bílamarkaðnum á Íslandi og það er langur vegur frá því að um hrun á markaðnum sé að ræða enda var septembermánuður þriðji mesti sölumánuðurinn frá 2008. 435 nýskráningar á bifreiðum voru gerðar frá 1. til 20. október og búast má við 200 til 300 skráningum í viðbót út mánuðinn. Það sem af er þessu ári hafa 16.400 bifreiðar verið seldar.“ Meira »

Tilviljun leiddi til listar á leikskóla

05:30 Bandaríski listamaðurinn Richard Spiller lauk nýverið við brúðuleikhússýningu með börnunum á leikskólanum Dvergasteini í Reykjavík. Verkefnið er hugarfóstur hans og Jódísar Hlöðversdóttur, sem er textílhönnuður frá Listaháskóla Íslands og sér um listkennslu í leikskólanum. Meira »

Bann við sæstreng yrði andstætt EES

05:30 Peter Thomas Örebech, lagaprófessor við háskólann í Tromsö, telur að reglurnar sem felast í þriðja orkupakka Evrópusambandsins muni eiga fullkomlega við um Ísland, hafni Íslendingar ekki upptöku hans. Meira »

80% fyrirtækja hafa orðið fyrir netárás

05:30 Samkvæmt nýrri viðhorfskönnun Deloitte á Íslandi hafa 80% fyrirtækja hérlendis orðið fyrir svonefndri „veiðipóstaárás“, en slíkar árásir nefnast „phishing“ á ensku. Meira »

Fjárfest í þara fyrir milljarða

05:30 Íslenska kalkþörungafélagið hefur uppi áform um að reisa kalkþörunga- og þangvinnslu í Stykkishólmi og Súðavík.   Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...
ALVÖRU KERRUR FYRIR ATHAFNAFÓLK
Vorum að fá sendingu m.a. af 2 tonna og 2,6 tonna kerrum, tveggja öxla, möguleik...