62,7% kusu á Akranesi

Frá Akranesi.
Frá Akranesi. Rax / Ragnar Axelsson

Af þeim 5.184 sem voru á kjörskrá á Akranesi kusu 3.252 eða 62,73%. Það er aðeins minna en í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2014 þegar kjörsóknin var 63,37%.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Akraneskaupstað.

Nokkur munur var á milli kjördeilda í bænum. Í kjördeild I kusu 64,49%, í kjördeild II kusu 62,34% og í kjördeild III var kjörsóknin 61,58%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert