Hvetur alla á kjörstað

Borgarstjórinn kaus í ráðhúsinu í dag. Hann hvetur sérstaklega ungt …
Borgarstjórinn kaus í ráðhúsinu í dag. Hann hvetur sérstaklega ungt fólk á kjörstað. mbl.is/Árni Sæberg

„Það stefnir í spennandi kosningar,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri Reykjavíkur, í samtali við mbl.is. Hann greiddi atkvæði í ráðhúsinu um hálfellefu í dag.

Dagur segir úrslitin hugsanlega ráðast af kjörsókn og hvetur hann alla til þess að taka daginn snemma og kjósa. Hann segir þetta mikilvægar kosningar sem nú standa yfir, „ég vona að sem flestir leggi sitt lóð á vogaskálarnar, sérstaklega ungt fólk.“

Dagur ítrekar mikilvægi þess að ungt fólk kjósi, en kosningaþátttaka þess hóps var dræm í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert