Kjörsókn misjöfn milli svæða

Kosningar virðast fara misvel af stað.
Kosningar virðast fara misvel af stað. mbl.is

Kjörsókn virðist hafa farið hægar af stað sumstaðar en í síðustu sveitarstjórnarkosningum, í öðrum sveitarfélögum hefur hún hins vegar aukist.

Samkvæmt nýjustu tölum voru 7.723 búnir að greiða atkvæði á kjörstað í Reykjavík klukkan 12. Þetta eru um 600 fleiri en á sama tíma 2014. Kjörsókn mælist 8,57% og eru 90.111 á kjörskrá.

Klukkan 12 höfðu 1.878 greitt atkvæði í Kópavogi, á kjörskrá eru 25.789. Kjörsókn er því 7,3% en í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014 var kjörsókn 7,5% klukkan 12.

Í Mosfellsbæ höfðu 728 greitt atkvæði klukkan 12, en á kjörskrá eru 7.467. Kjörsókn er því 11,3% sem er nokkuð hærra en í síðustu sveitarstjórnarkosningum en þá var kjörsókn 9,3% á sama tíma.

Í Reykjanesbæ höfðu 643 greitt atkvæði klukkan tólf. Þar er kjörsókn 5,64%.

Á Akureyri höfðu 1.373 kosið klukkan 12, en þar eru 13.702 á kjörskrá og er kjörsókn því 10,02%. Kjörsókn árið 2014 var 10,01% á sama tíma og er því ekki mikil breyting.

Í Hafnarfirði höfðu 1.443 kjósendur greitt atkvæði klukkan 12. Þar eru 20.786 á kjörskrá og kjörsókn því 6,95%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert