Telur stjórnarmenn hafa verið blekkta

Gylfi Arnbjörnsson.
Gylfi Arnbjörnsson.

Stjórnarmenn VR voru blekktir með ósannindum frá formanni sínum og lýstu yfir vantrausti á forseta ASÍ á röngum forsendum.

Þetta kemur fram í harðorðri fréttatilkynningu sem Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sendi frá sér í gær í kjölfar þess að stjórn VR lýsti yfir vantrausti á hann í fyrradag.

Í tilkynningunni sem Gylfi sendi frá sér í gær bendir hann á tölvupóst sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sendi til stjórnarmanna VR á dögunum. Í tölvupóstinum sakar Ragnar Þór Gylfa um að hafa sent tölvupóst á miðstjórn og samninganefnd ASÍ þess efnis að Gylfi muni leiða viðræður við stjórnvöld án sérstaks umboðs frá aðildarfélögum ASÍ. Gylfi segir að um verulega skrumskælingu á sannleikanum sé að ræða, en Gylfi birti í gær umræddan tölvupóst máli sínu til stuðnings.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert