Vilja stuðla að íslenskukennslu

Mörg forn íslensk og norræn handrit eru geymd í Kaupmannahöfn. …
Mörg forn íslensk og norræn handrit eru geymd í Kaupmannahöfn. Mennta þarf fræðimenn sem geta stundað rannsóknir á menningararfinum mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir íslensk stjórnvöld harma þá ákvörðun Kaupmannahafnarháskóla að leggja af kennslu í íslensku, bæði forníslensku og nútímaíslensku.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu i dag segir Lilja að íslensk stjórnvöld vilji koma að málinu og vinna að lausn í samvinnu við dönsk stjórnvöld svo íslenskukennslan geti haldið áfram.

Kaupmannahafnarháskóli hefur ákveðið að leggja niður kennslu í valgreinunum nútímaíslensku, forníslensku og færeysku frá næsta ári vegna þess hve fáir leggja stund á námið. Frá þessu var greint í Uniavisen sem háskólinn gefur út. Ástæðan er sögð vera sparnaður vegna hagræðingarkröfu stjórnvalda. Umræddar valgreinar standast ekki kröfur skólans um minnst 30 stúdenta í hverjum áfanga. Einungis fjórir til fimm stúdentar hafa valið að leggja stund á þessi fög hverju sinni undanfarin ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert