Eyþór segist þakklátur og auðmjúkur

Eyþór Arnalds var kampakátur með fyrstu tölur, sem sýna Sjálfstæðisflokkinn …
Eyþór Arnalds var kampakátur með fyrstu tölur, sem sýna Sjálfstæðisflokkinn stærstan í borginni. mbl.is/Kristinn Magnússon

 „Við stefndum á að vera stærst og erum þakklát og auðmjúk vegna þess,“ segir Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í samtali við mbl.is eftir að fyrstu tölur bárust úr Reykjavík á tólfta tímanum.

„Við stefndum að því að fella þennan meirihluta og höfðum fulla trú á að það myndi gerast og það tókst. Við sjáum að fólkið vill breytingar og fólkið valdi okkur og það er í okkar huga skýrt að þessi meirihluti þarf að fara frá og það á ekkert að sparsla í hann heldur á að búa til nýjan meirihluta,“ segir Eyþór.

Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn ætli sér að leiða nýjan meirihluta í borginni.

„Fólkið valdi okkur til að leiða þessar breytingar og við ætlum að fá að gera það.“

Fyrstu tölur úr Reykjavík.
Fyrstu tölur úr Reykjavík. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert