Lést í eldsvoða í Kópavogi

Maður um sjötugt lést í eldsvoða í fjölbýlishúsi við Gullsmára í gærkvöldi. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að eldsupptök séu enn í rannsókn. RÚV greindi fyrst frá andlátinu.

Að sögn Gunnars voru maðurinn og eiginkona hans flutt á bráðamóttöku Landspítalans en konan fékk snert af reykeitrun í eldsvoðanum. Um er að ræða fjölbýlishús með íbúðum fyrir eldri borgara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert