Dúxaði með 9,94

Daníel Einar Hauksson er dúxinn í Flensborg.
Daníel Einar Hauksson er dúxinn í Flensborg. Ljósmyndari Hildigunnur Guðlaugsdóttir

Nýtt einkunnamet var slegið í Flensborg þetta vorið en Daníel Einar Hauksson lauk stúdentsprófi af fjögurra ára braut með 9,94 í meðaleinkunn. Þetta er hæsta stúdentseinkunn sem gefin hefur verið við skólann. Í þriggja ára kerfinu var Ólafur Andri Davíðsson dúx með 9,89 í meðaleinkunn. Alls voru níu nemendur með 9 eða hærra í meðaleinkunn á stúdentsprófi frá skólanum í vor. 

Óvanalega stór hópur brautskráðist frá Flensborgarskólanum á laugardaginn. Í hópnum var 121 nemandi en ástæðan var sú að verið var að útskrifa síðasta stóra hópinn sem var í fjögurra ára kerfi og þann fyrsta sem er útskrifaður í þriggja ára kerfi. Það luku 52 nemendur námi á þremur árum.

Útskriftarnemendur fengu fjölda verðlauna frá skólanum en að auki veittu  ýmis fyrirtæki, stofnanir og samtök verðlaun fyrir afbragðs námsárangur í ýmsum greinum. Útskriftarnemendur gáfu veglega upphæð til Píeta – forvarnarsamtaka gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða -  í nafni skólans. Kynjahlutfall er þannig að karlar eru 53% en konur 47%

27 nemendur brautskráðust af félagsfræðibrautum, málabraut luku níu nemendur, 32 luku raunvísindabrautum og 13 nemendur viðskipta- og hagfræðibraut. 36 nemendur luku stúdentsprófi af nýrri braut, opinni námsbraut, þar sem nemendur raða saman blandaðri sérhæfingu af eigin vali. Alls luku 33 stúdentar íþróttaafrekssviði sem hluta af stúdentsprófinu. Sex nemendur luku námi af starfsbraut.

Að auki voru tveir nýnemar heiðraðir fyrir námsárangur á fyrsta ári og skiptinemar sem voru við skólann í vetur kvaddir, en þeir voru sex alls.

Skólastarfið í Flensborg gekk vel í vetur og minntust skólameistari og aðstoðarskólameistari á fjölda viðburða og uppákoma í ræðum sínum.

Skólastarfið í Flensborg gekk vel í vetur og minntust skólameistari og aðstoðarskólameistari á fjölda viðburða og uppákoma í ræðum sínum.

„Í ræðu sinni sagði skólameistari m.a.:

  • Uppbygging skóla snýst um samfélagslega sátt, þolinmóða fjárfestingu og framtíðarsýn.
  • Við erum að undirbúa þau sem eiga að taka við af okkur. Við þurfum að búa okkur skjól í núinu og temja okkur lífsgæði sem byggja á því að bæta umhverfi okkar og styrkja samfélagið
  • Skólinn er samfélag og endurspeglar íslenskt samfélag með öllum þess kostum og göllum. Við eigum að kenna, að mennta unga fólkið. Til þess að menntast þarf nám að eiga sér stað og það byggir á einbeitingu, nærveru, æfingu og samskiptum einstakra nemenda.
  • Það þarf að tryggja jákvæð og heilbrigð samskipti, kurteisa notkun þessa undratækis sem snjallsímar og aðrar tölvur eru. Skólakerfið þarf t.d. að geta unnið með þá tækni svo ungmenni – og fullorðnir – viti hvernig samskipti þurfa að vera á hraðbrautum tölvunetsins og gera okkur grein fyrir því að allt sem fer á netið geymist lengi í risageymslum tölvuheimsins og oft í mörgum eintökum.“

Við athöfnina sungu Kór Flensborgarskólans og Flensborgarkórinn undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg,“ samkvæmt fréttatilkynningu frá Flensborg.

Stúdentar frá Flensborg vorið 2018.
Stúdentar frá Flensborg vorið 2018. Ljósmynd Heiða Ósk Bjarnadóttir
mbl.is

Innlent »

Andlát: Gunnar B. Eydal

05:30 Gunnar B. Eydal, fyrrverandi skrifstofustjóri borgarstjórnar og borgarlögmaður, lést á líknardeild Landspítalans 15. júlí. Hann var á 76. aldursári. Meira »

Útiloka ekki sameiningu bankanna

05:30 Ef sameining Íslandsbanka og Arion banka skapar aukið hagræði og betri rekstur er slíkt eftirsóknarvert. Þetta segir Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka. Meira »

Segist ekki vera á leið úr formannsstól

05:30 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir engan fót vera fyrir því sem hann segir vera endurteknar sögusagnir um að hann hyggist láta af formennsku flokksins innan skamms. Meira »

Vilja nýta vikurinn

05:30 Erlent námafyrirtæki rannsakar nú möguleika á vinnslu Kötluvikurs á Mýrdalssandi. Þórir N. Kjartansson, landeigandi í Hjörleifshöfða, segir „álitið að á sandinum sé milljarður rúmmetra af þokkalega aðgengilegu efni“. Meira »

Úrsögn vegna 3. orkupakkans

05:30 Bakaríið Gæðabakstur hefur ákveðið að segja sig úr Landssambandi bakarameistara. Þetta staðfestir framkvæmdastjórinn Vilhjálmur Þorláksson í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að bakaríið hafi nú þegar skilað inn formlegri umsókn um úrsögn. Meira »

Sjólasystkinin ákærð vegna skatta

05:30 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út fimm ákærur á hendur systkinum sem oftast eru kennd við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin, tveir bræður og tvær systur, eru ákærð hvert um sig og einnig eru bræðurnir tveir ákærðir sameiginlega í einu málanna. Meira »

Á að tryggja öryggi íbúanna

05:30 Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hefur samþykkt erindisbréf fyrir starfshóp varðan di verklag og eftirlit með búsetu í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Borinn röngum sökum við störf sín

Í gær, 22:30 Verkfræðistofan Efla birti í dag yfirlýsingu á vefsíðu sinni, eftir að starfsmaður fyrirtækisins var sakaður um að vera „barnaperri“ sem væri að taka myndir af börnum á leikvelli í Drekavogi í Langholtshverfi. Hið rétta er að hann var að gera úttekt á leiksvæðinu fyrir Reykjavíkurborg. Meira »

„Dusta rykið af“ viðbragðsáætlun

Í gær, 22:13 „Það er engin hætta fyrir lönd eins og okkar. Þetta breytir í raun engu af því sem við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um ákvörðun Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO) að lýsa yfir neyðarástandi vegna ebólufaraldrinum sem hefur geisað í Austur-Kongó síðasta árið. Meira »

Varð ekki vör við neitt óvenjulegt

Í gær, 21:42 „Ég var greinilega í nágrenni við þá í dag en vissi ekki af þeim. Ég vildi að ég hefði vitað þetta þá hefði ég kíkt á þá,“ segir Branddís Margrét Hauksdóttir á Snorrastöðum sem var ríðandi á Löngufjörum með góðan hóp með sér í dag, nokkra kílómetra frá grindhvölunum sem þar rak á land. Meira »

15 ára stressaður fyrir heimsleikunum

Í gær, 21:28 Brynjar Ari Magnússon fimmtán ára crossfit-kappi er á leiðinni á heimsleika unglinga í crossfit í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. „Ég verð ekki sáttur nema verðlaunapallinum,“ segir hann. Meira »

Skútan var dregin í land

Í gær, 21:14 Skútan sem strandaði við Löngusker í Skerjafirði í dag losnaði af strandstaðnum og var dregin til hafnar á sjötta tímanum í dag. Skútan strandaði um kl. 11 í morgun og var maðurinn sem var um borð ferjaður í land í björgunarbát. Meira »

6.000 tonn af malbiki á Hellisheiði

Í gær, 20:55 Malbikun á Hellisheiði, frá Kambabrún og niður Hveradalabrekku, hófst í morgun. Áætlað er að framkvæmdum ljúki um miðnætti annað kvöld, en á meðan er Hellisheiði lokuð í vesturátt. Áætlað er að um 6.000 tonn af malbiki verði notað. Meira »

„Engin bráðabirgðalausn í stöðunni“

Í gær, 20:41 „Það er engin bráðabirgðalausn í stöðunni. Ef einhver myndi vilja fara þarna og vinna á ákveðnum skilyrðum myndum við að sjálfsögðu skoða það,“ segir yfirdýralæknir Matvælastofnunar um þá stöðu að enginn starfandi dýralæknir hefur verið í fimm sveitarfélögum á Vestfjörðum frá 1. júlí. Meira »

Þota ALC á að fljúga klukkan 9

Í gær, 20:31 Stefnt er að því að Airbus A321-þota bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation fljúgi af stað frá Keflavíkurflugvelli klukkan 9 í fyrramálið. Samkvæmt heimildum mbl.is og Morgunblaðsins er gert ráð fyrir þessu í flugáætlun. Meira »

„Fílar í sódavatni“ hluti af sýningu

Í gær, 20:18 Skilti þar sem virðist vera varað við fílum sem baða sig í sódavatni á Ólafsfirði vekur athygli á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar. Baklendingar átta sig ekki alveg á skiltinu en fari fólk á listasýningu í Pálshúsi í bænum kviknar á flestum perum. Meira »

Tíndu tvö og hálft tonn af rusli í fjöru

Í gær, 19:30 Ungmenni á aldrinum 13-16 ára í vinnuskóla Rangársþings eystra tóku sig til á föstudaginn var og tíndu rúmlega tvö og hálft tonn af rusli í Landeyjafjöru. Krakkarnir tíndu ruslið frá Landeyjahöfn og vestur eftir fjörunni að Sigurði Gísla, sem er gamalt skipsflak sem þar liggur. Meira »

Blöndubrú lokuð í nótt

Í gær, 19:02 Vegna viðgerðar á brúnni yfir Blöndu á Blönduósi verður brúin lokuð aðfaranótt föstudags 19. júlí frá kl. 01.00 til 06.30. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Meira »

Væru farin af stað ef þeir væru lifandi

Í gær, 19:01 „Þetta er mjög skrýtið og leiðinlegt að þetta gerist aftur og aftur. Þetta er því miður orðið árlegt núna,“ segir Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, um grindhvali sem rak á land í Löngufjörur. Meira »
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Gefins rúm.
Ameríst rúm 152 x 203. Upplýsingar í síma 898 4207...
TIL LEIGU
Lítið einbýlishús í Garðabæ til leigu frá 1. okt. til maíloka 2020. Tvö svefnher...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...