Fjórðungur barna í vinnu

Starfandi börnum hefur fjölgað um 3,2% frá árinu 2015 en ...
Starfandi börnum hefur fjölgað um 3,2% frá árinu 2015 en Hagstofa Íslands hefur tekið saman fróðleik varðandi börn á Íslandi. mbl.is/Hari

Alls voru 19.804 (24,8%) börn á íslenskum vinnumarkaði (þ.e. höfðu staðgreiðsluskyldar tekjur af atvinnu á síðasta ári, 24,6% allra drengja og 25,0% allra stúlkna á Íslandi. Starfandi börnum hefur fjölgað um 3,2% frá árinu 2015. Hins vegar hefur heildarfjöldi starfandi barna á vinnumarkaði dregist nokkuð saman frá árinu 2007 þegar hann var 23.808 (30,0%). Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands en hún birti í dag hagtölur sem snerta sérstaklega stöðu barna.

Í fyrsta sinn er um að ræða samantekt upplýsinga sem sumar hverjar hafa áður birst en einnig nýjar upplýsingar svo sem um börn á vinnumarkaði.  Verkefnið er unnið í samstarfi við umboðsmann barna.

Frá árinu 2000 til ársins 2017 hefur börnum sem slasast í umferðarslysum fækkað um 35% eða úr 357 árið 2000 í 232 árið 2017. Á þessu tímabili urðu fæst umferðarslys á börnum árið 2014 þegar 198 börn slösuðust í umferðarslysi en flest árið 2002 þegar 381 barn slasaðist í umferðarslysum.

Síðustu tvo áratugi hefur fjöldi fæddra barna verið á bilinu 4.034 til 5.026 á ári. Árleg fæðingarþyngd barna á árunum 1998 til 2017 var að meðaltali 3.631,4 grömm. Fæðingaþyngd hefur frekar lækkað á tímabilinu ef litið er til leitni árlegs meðaltals fæðingarþyngdar.

401 barn vistað utan heimilis 2016

Árið 2007 höfðu barnaverndarnefndir afskipti af 3.852 börnum sem nemur 4,2% af heildarfjölda barna 18 ára og yngri. Árið 2016 hafði hlutfallið hækkað í 6,2% barna á sama aldursbili, eða sem nam 5.260 börnum.

Yfir sama tímabil jókst einnig fjöldi barna sem voru vistuð utan heimilis. Árið 2005 voru alls 349 börn (0,4%) vistuð utan heimilis. Þar af voru 179 drengir og 170 stúlkur. Árið 2016 voru í heildina 401 barn vistað utan heimilis (0,5%). Af þeim voru 211 drengir og 191 stúlka.

Árið 2018 bjuggu 80.383 börn á Íslandi, 41.060 drengir og 39.323 stúlkur. Árið 2017 voru 2.453 börn á Íslandi innflytjendur, 1.267 drengir og 1.186 stúlkur. Á árunum 1998 til 2009 fjölgaði þeim að meðaltali um 18%, mest um 31% milli áranna 2007 og 2008. Frá 2010 til 2013 fækkaði innflytjendum á barnsaldri en fjölgaði svo um 10% frá 2016 til 2017

Árið 2017 fluttu 797 stúlkur til landsins en 434 fluttust frá því en sama ár fluttust 850 drengir til landsins en 497 fluttu frá landinu.

Pólska er móðurmál 12,6% leikskólabarna

Alls voru 19.090 börn í leikskólum á Íslandi árið 2016, 9.739 drengir og 9.351 stúlka. Sama ár voru 44.527 nemendur í grunnskólum, 22.789 drengir og 21.738 stúlkur. Meðal leikskólabarna árið 2016 voru 12,6% með erlent móðurmál og 9,3% barna í grunnskólum. Til samanburðar má geta þess að árið 1998 voru 3,8 % leikskólabarna með erlent móðurmál og 1,8% grunnskólabarna. Stærstu hópar barna með erlent tungumál í leik- og grunnskólum árið 2016 voru með pólsku sem móðurmál. Af 2.410 leikskólabörnum með erlent móðurmál voru 38,7% með pólsku og af 4.148 grunnskólabörnum með erlent móðurmál voru 35,4% með pólsku.

Alls sóttu 176 börn um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2017

Alls sóttu 176 börn um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2017. Á tímabilinu 1998-2017 sóttu flest börn um alþjóðlega vernd árið 2016, alls 271 barn. Af þeim 176 börnum sem sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2017 höfðu 122 ríkisfang frá fjórum löndum, eða 38 frá Georgíu, 36 frá Albaníu, 27 frá Írak og 21 frá Makedóníu.

mbl.is

Innlent »

Jóladúkkur og 400 álfar á Dragavegi

08:18 „Mér finnst svo yndislegt að gleðja aðra og mér hlýnar um hjartarætur að sjá bros á vör og blik í augum barna og eldra fólks sem sumt hvert verður aftur börn þegar þau koma í álfa- og jólagarðinn minn. Þegar börnin ganga brosandi garðinn, tala við álfana og gera athugasemdir ef þeir eru ekki á sama stað og í fyrra þá er tilganginum náð.“ Meira »

Spá talsverðri úrkomu fyrir austan

08:13 Talsverðri rigningu er spáð á Suðausturlandi og Austfjörðum um helgina og vatnavöxtum í ám á svæðinu að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Jólamatur með DHL um allan heim

07:57 „Þegar pantanir um jólamat berast með tölvupósti erlendis frá og frá ættingjum á Íslandi þá veit ég að jólin eru að koma,“ segir Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Nóatúns. Meira »

Andlát: Þorsteinn Hjaltested bóndi á Vatnsenda

05:30 Þorsteinn Hjaltested, bóndi og fjárfestir á Vatnsenda við Elliðavatn, lést á heimili sínu aðfaranótt 12. desember síðastliðinn. Hann varð 58 gamall. Meira »

WOW air áfram íslenskt

05:30 WOW air mun áfram starfa á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis, að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur upplýsingafulltrúa félagsins. Á meðan svo er er ljóst að bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners getur aldrei orðið meirihlutaeigandi að félaginu. Meira »

SGS undirbýr aðgerðir

05:30 Kjaramálin voru helsta umræðuefni reglulegs formannafundar Starfsgreinasambandsins (SGS) í gær, að sögn Björns Snæbjörnssonar, formanns. Meira »

Líkaði við færslu Ágústs Ólafs

05:30 Guðrún Ögmundsdóttir, formaður trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar, líkaði við Facebook-færslu Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, þar sem hann greindi frá því að hann hefði ákveðið að taka sér launalaust leyfi eftir að hafa verið áminntur af trúnaðarnefndinni, með því að setja við hana hjarta. Meira »

Mynd af Árna amtmanni

05:30 Fulltrúar Minja og sögu sem er vinafélag Þjóðminjasafns Íslands munu í dag afhenda safninu að gjöf blýantsmynd af Árni Thorsteinssyni (1828-1907) landfógeta. Meira »

Jólaverslun fyrr á ferðinni

05:30 „Almennt er mjög gott hljóð í fólki enda gengur vel í verslun þegar kaupmáttur er sterkur. Ég get hins vegar ekki svarað því hvernig ástandið er í hverri verslun fyrir sig,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Meira »

Verslunarrýmið mun stóraukast

05:30 Tugir nýrra þjónustu- og veitingarýma munu koma á markað í Reykjavík á næstu árum. Hátt hlutfall þeirra verður á þéttingarreitum sem eru misjafnlega langt komnir í byggingu á Hverfisgötu, á Hafnartorgi, við Austurhöfn, við Höfðatorg og á Hlíðarendasvæðinu. Meira »

Báturinn fundinn og skipstjórinn handtekinn

00:11 Báturinn sem leitað var að á norðanverðum Vestfjörðum fyrr í kvöld er fundinn og kominn til hafnar. Ekkert amaði að þeim sem voru um borð, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni, sem aðstoðaði við leitina. Meira »

Tvær tilkynningar um eld nánast samtímis

Í gær, 23:48 Um hálftólfleytið bárust slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tvær tilkynningar um eld, annars vegar á Álfhólsvegi í Kópavogi og hins vegar í Veghúsum í Grafarvogi. Meira »

Leitað að báti á Vestfjörðum

Í gær, 22:44 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar a norðanverðum Vestfjörðum hafa verið kallaðar út til leitar að báti.  Meira »

Einn sannleikur gildir ekki fyrir alla

Í gær, 21:41 Nú gerir fólk meiri kröfur en áður um að náið samband veiti ákveðna hamingju og dýpt á tilfinningasviðinu. Því getur verið gott að fræðast sem mest um málið. Í nýútkominni bók, Það sem karlar vilja vita, geta karlar og konur fræðst um leyndarmál um samskipti kynjanna, sem bandarísku höfundarnir hafa kynnst á áratuga langri reynslu sinni sem sálfræðingar. Meira »

„Er bara svona snúningur á öllu“

Í gær, 21:06 Ökumaðurinn trylltur á vettvangi og réðist á þann sem hann ók á og sakaði hann um að vera að þvælast fyrir. Þetta er eitt þeirra verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í tísti um í kvöld. „Þetta er alveg eitthvað sem við höfum séð áður en þetta er ekki daglegt brauð,“ segir lögreglufulltrúi. Meira »

Brjálaðist við vegabréfaskoðun

Í gær, 20:26 Ölvaður karlmaður var handtekinn á Keflavíkurflugvelli fyrr í kvöld en hann hafði brjálast við vegabréfaskoðun. Hann veitti mótspyrnu þegar lögregla hafði afskipti af honum og var því handtekinn og færður á varðstofu. Meira »

Náði að kæla bílinn með snjó

Í gær, 20:10 Tilkynnt var um eld í bifreið fyrir utan verslun á Akureyri fyrir skömmu og fóru bæði lögregla og slökkvilið á staðinn. Búið var að slökkva eldinn þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang en ökumaður bílsins hafði orðið var við reyk í bílnum og náði að kæla niður með snjó áður en verr fór. Meira »

Syngjandi heimilislæknir

Í gær, 19:37 Jólatónleikar Kammerkórs Reykjavíkur, „Kátt er um jólin“, verða í Laugarneskirkju á sunnudag og verður Anna Kristín Þórhallsdóttir, sópran og sérfræðingur í heimilislækningum, gestasöngvari. Meira »

Vilja fá að veiða hvali við Noreg

Í gær, 18:56 Samtök útgerðarmanna í Norður-Noregi hafa farið þess á leit við stjórnvöld að leyfðar verði takmarkaðar vísindaveiðar á stórhvelum. Meira »
Múrverk
Múrverk...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRING/VORÖNN: ...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...