Vantrauststillaga á Gylfa samþykkt

Tillaga um vantraust á störf Gylfa var samþykkt í kvöld.
Tillaga um vantraust á störf Gylfa var samþykkt í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tillaga um vantraust á störf Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, var samþykkt samhljóða á aðalfundi Framsýnar stéttarfélags í kvöld.

Einnig var samþykkt að stórhækka styrki til félagsmanna úr sjúkrasjóði og vinna er hafin við mótun kröfugerðar, að því er segir á vefsíðu Framsýnar.

Samþykkt fundarins er svohljóðandi:

„Alþýðusamband Íslands hefur ekki talið ástæðu til að verða við beiðni Framsýnar stéttarfélags um að taka úr umferð auglýsingar þar sem varað er við launahækkunum til láglaunafólks.

Því samþykkir aðalfundur félagsins að lýsa yfir vantrausti á forseta Alþýðusambands Íslands.

Það er með ólíkindum að Alþýðusamband Íslands skuli leyfa sér að verja ofurlaunahækkanir til embættismanna þjóðarinnar, forstjóra fyrirtækja og aðila í fjármálageiranum með því að berja niður samtakamátt verkafólks í landinu með áróðursauglýsingum. Samtök sem eiga að setja málstað vinnandi fólks ofar öllu.

Það að vara verkafólk við því að fylgja eftir kröfum sínum er undarleg hugmyndafræði. Sú túlkun forystumanna launþega á því að það séu einungis kaupkröfur þeirra sem skapa þjóðarauðinn sem leiða af sér óðaverðbólgu og ólgu á íslenskum vinnumarkaði er með öllu óskiljanleg. Kaupmáttur launa sé það sem menn eigi að horfa til, annað skipti ekki máli.

Hverju hefur þessi stefna skilað verkafólki í landinu:

Lágmarkslaun verkafólks hafa hækkað á 20 árum um einungis 230.000 krónur á mánuði.

Til samanburðar er athyglisvert að skoða hækkanir hjá völdum aðilum milli árana 2016 – 2017 og tilgreindar eru í ársreikningum félaganna:

Forstjóri N1 hækkaði í launum um 1 milljón á mánuði, mánaðarlaun 5 milljónir.

Forstjóri Landsvirkjunar hækkaði í launum um 800 þúsund á mánuði, mánaðarlaun 2,7 milljónir.

Forstjóri Eimskips hækkaði í launum um tæp 700 þúsund á mánuði, mánaðarlaun 8,6 milljónir.

Bæjarstjóri Kópavogs hækkaði um 612 þúsund á mánuði, mánaðarlaun 2,5 milljónir.

Forstjóri Símans hækkaði í launum um 433 þúsund á mánuði, mánaðarlaun 4 milljónir.

Forstjóri Isavia hækkaði um 400 þúsund á mánuði, mánaðarlaun 2,1 milljón.

Forstjóri Reita hækkaði í launum um 400 þúsund á mánuði, mánaðarlaun 3,7 milljónir.

Forstjóri HB Granda hækkaði í launum um 330 þúsund á mánuði, mánaðarlaun 4,2 milljónir.

Verkamaðurinn á gólfinu hjá Granda með níu ára starfsreynslu í fiskvinnslu hækkaði um tæplega kr. 12.000 á mánuði, mánaðarlaun kr. 274.151.

Þessu til viðbótar er rétt að rifja upp að kjararáð hefur hækkað laun æðstu embættismanna og ráðherra, auk þess að hækka þingfararkaup sem nemur um 200 til 400 þúsund krónur á mánuði með afturvirkum hækkunum til allt að tveggja ára.

Aðalfundur Framsýnar stéttarfélags sættir sig ekki við undanhald líkt og boðað er í auglýsingaherferð Alþýðusambands Íslands. Þess í stað kallar Framsýn eftir samfélagssáttmála um sérstakar aðgerðir til handa láglaunafólki í landinu í gegnum skattkerfisbreytingar og bætt launakjör.

Það er hlutverk stéttarfélaga að vera málsvarar sinna félagsmanna. Framsýn stéttarfélag tekur hlutverk sitt mjög alvarlega og mun hér eftir sem hingað til berjast fyrir auknum lífsgæðum og réttindum félagsmanna. Annað er ekki í boði.”

mbl.is

Innlent »

Hringsólaði í klukkutíma

21:53 Farþegaþotu Icelandair sem var á leiðinni til San Francisco í Bandaríkjum var snúið við skömmu eftir að hún tók á loft frá Keflavíkurflugvelli síðdegis vegna bilunar í hreyfli. Meira »

Opna nýjan sjávarklasa í Seattle

21:45 Nýr systurklasi Sjávarklasans verður formlega stofnaður í húsakynnum Marel í Seattle á morgun. Í forsvari fyrir klasann verður Lára Hrönn Pétursdóttir sjávarútvegsfræðingur sem hefur meðal annars gegnt störfum skipstjóra, stýrimanns og háseta. Meira »

Milljónir séð auglýsingu fyrir au-pair

21:37 María og Jesper eru búsett á Eskifirði og eiga sex ára tvíbura. Þau hafa tvisvar verið með au-pair, en eftir að hafa auglýst eftir danskri au-pair á Facebook hafa þeim borist á sjöunda tug umsókna og hefur auglýsingunni verið deilt yfir 7.500 sinnum. Meira »

Fjórir skiptu með sér 45 milljónum

20:43 Fjórir heppnir miðaeigendur skiptu með sér 45 milljóna króna fyrsta vinningi í nóvemberútdrætti Happdrættis Háskólans en dregið var í kvöld. Meira »

20% fjölgun fólks á biðlistum

20:31 Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hafa lengst og í september biðu að meðaltali 411 einstaklingar eftir slíkum rýmum. Í september í fyrra biðu að meðaltali 342 og nemur fjölgunin á landsvísu 20%. Meira »

Orðlaus yfir tillögu fjárlaganefndar

20:22 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist vera orðlaus yfir tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um að lækka framlög til öryrkja um 1.100 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Meira »

„Tindurinn er tappinn í flöskunni“

20:05 „Þegar maður er búinn að stunda fjallgöngur í mörg ár, þá hættir fjall að vera „bara fjall“. Það skiptir máli hvernig er farið á fjallið og hvaða leið. Tindurinn sjálfur lækkar í sessi,“ skrifaði Þorsteinn Guðjónsson í Lesbók Morgunblaðsins um ferð þeirra Kristins Rúnarssonar til Perú 1985. Meira »

Í aðgerðir vegna kólnandi hagkerfis

20:03 „Verðbólgan lætur aðeins á sér kræla, hagvöxtur er aðeins minni en gert er ráð fyrir og einkaneysla er að dragast saman. Þetta hefur allt áhrif á stærðir í frumvarpinu,“ segir Willum Þór Þórsson. Meirihluti fjármálanefndar ætlar að bregðast við kólnandi hagkerfi með aðhaldsaðgerðum. Meira »

Draumurinn um Nepal rættist eftir 59 ár

19:37 „Mig hefur dreymt um að fara til Nepals frá því að Dalai Lama var úthýst frá Tíbet. Ég er friðarins manneskja og það má segja að ferðin sem ég fór til Nepals á dögunum sé einskonar pílagríms- og friðarferð,“ segir Gróa Halldórsdóttir, sem fór með Íslendingum í efri búðir í fjallinu Mardi Himal í Nepal. Meira »

Jón Gnarr ætlar að farga Banksy-verkinu

18:39 Jón Gnarr hefur ákveðið að farga mynd eftir Banksy, sem hann fékk að gjöf þegar hann starfaði sem borgarstjóri Reykjavíkur, við fyrsta tækifæri „þannig að hún og allt það sem hún stendur fyrir trufli engan“. Meira »

Gleði og vinátta í prjónaklúbbum

18:30 Hlátrasköll og kliður mæta blaðamanni þegar hann mætir í Menningarhúsið í Árbæ. Mánudagsprjónahópurinn er á sínu þriðja starfsári og gleðin og ánægjan í hópnum er svo mikil að þær tóku sér ekki frí í sumar að sögn Vilborgar Eddu Lárusdóttur og Sigurlínu Guðmundsdóttur, þátttakenda í prjónahópnum. Meira »

Stressandi en frábær upplifun

18:17 „Við höfðum trú á því að við gætum endað í sæti en þetta var smá sjokk,“ segir Kara Sól Einarsdóttir, nemandi í Árbæjarskóla. Hún var hluti af sigurliði Árbæjarskóla í Skrekk í gærkvöldi. Meira »

Landsréttur stytti farbannið

17:51 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra um að tveir menn skuli sæta farbanni að kröfu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Meira »

Skiptar skoðanir um eitt leyfisbréf

16:47 Hugmyndir eru til skoðunar í menntamálaráðuneytinu um að gefið verði út eitt leyfisbréf til kennslu í framhaldsskólum, grunnskólum og leikskólum í stað þess að gefið sé út eitt leyfisbréf fyrir hvert skólastig líkt og staðan er í dag. Meira »

Innkalla 113 Ford Edge-bifreiðar

15:43 Neytendastofu hefur borist sú tilkynning frá bílaumboðinu Brimborg að innkalla þurfi díselknúnar Ford Edge-bifreiðar af árgerðunum 2015 til 2018. Alls eru þetta 113 bifreiðar. Meira »

Eltu börn á hvítum sendibíl

15:19 Lögreglunni á Suðurnesjum bárust tvær tilkynningar um grunsamlega menn sem óku um á hvítum sendiferðabíl og eltu uppi börn í síðustu viku. Meira »

Tengist ekki Atlantic SuperConnection

15:05 Fram kemur í fréttatilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að rangt sé að fyrirtækið Atlantic SuperConnection hafi verið að skoða möguleika á lagningu sæstrengsins Ice-Link á milli Bretlands og Íslands sem sé á verkefnalista Evrópusambandsins. Meira »

Svisslendingar eyða mestu á Íslandi

14:49 Svisslendingar eru sá hópur ferðamanna sem eyddi mest í neyslu hér á landi á síðasta ári. Að meðaltali eyddi hver Svisslendingur 292 þúsund krónum í heimsókn sinni á Íslandi. Meira »

Fjölmiðlanefnd sýknuð af kröfum 365

14:26 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fjölmiðlanefnd af kröfum 365 miðla um ógildingu á ákvörðun nefndarinnar um álagningu stjórnvaldssektar vegna birtingar áfengisauglýsinga í tilteknum heftum tímaritsins Glamour. Meira »
Hauststemning í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í okt/nóv. Hlý og kósí hús með heitum potti.. Besti vinur...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 6...
Herbergi til leigu á Álftanesi
Stórt herbergi með húsgögnum, sér baðherbergi og sér inngangi, samtals 30 fermet...
VILTU VITA FRAMTÍÐ ÞÍNA ?
Spái í bolla og tarot- þeir sem farnir eru segja mer framtíð þína. erla simi 587...