Gekk 125 km eyðimerkurgöngu í minningu arabískra kvenna

Guðný Anna Vilhelmsdóttir á eyðimerkurgöngunni.
Guðný Anna Vilhelmsdóttir á eyðimerkurgöngunni.

Guðný Anna Vilhelmsdóttir er 51 árs Bolvíkingur, búsett í Abú Dabí. Hún er viðskiptafræðingur og fluttist þangað árið 2013 ásamt eiginmanni sínum, Trausta Magnússyni flugstjóra. Hún gekk, ásamt hópi kvenna, 125 km yfir eyðimörk til að heiðra minningu þeirra kvenna sem áður gengu þessa göngu.

„Við höfðum búið í Kína í rúm fimm ár, þar sem Trausti var að fljúga fyrir þýskt-kínverskt flugfélag. Svo langaði okkur að breyta til og því fluttum því hingað í lok ársins 2013 og vinnur Trausti núna hjá flugfélaginu Etihad,“ segir Guðný Anna aðspurð hvernig það hafi komið til að þau hjónin fluttu til Abú Dabí.

Landið er eitt af sjö furstadæmum sem sameinuð voru undir heitinu Sameinuðu arabísku furstadæmin. Að sögn Guðnýjar Önnu er mjög gott að búa í Abú Dabí. „Þetta er mjög vestrænt, eða öllu heldur í ætt við Ameríku. Við höfum allt til alls hérna og landsmenn eru almennt mjög frjálslyndir og almennilegir. Þrátt fyrir að þetta sé múslimskt ríki eru engar hömlur fyrir mig sem erlenda konu að vera hér; ég get svo sem gert allt sem mig langar til. En að sjálfsögðu gildir það sama hér og annars staðar að maður þarf að virða þá menningu og siði sem eru í hverju landi.“

Sjá viðtal við Guðnýju Önnu í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert