Hjartagáttin lokuð í mánuð

Dregið verður úr aðgerðum á Landspítalanum yfir sumarið.
Dregið verður úr aðgerðum á Landspítalanum yfir sumarið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjartagátt Landspítalans við Hringbraut verður lokuð í mánuð í sumar vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Meira er dregið úr starfseminni í sumar en áður, en lokanirnar dreifast á lengri tíma.

Sumarlokanir deilda Landspítalans hefjast um miðjan júní og standa út ágústmánuð. Þær eru þó mismiklar. Minnsta starfsemin verður í lok júlí og byrjun ágúst, það er að segja vikurnar í kringum verslunarmannahelgina, að því er fram kemurí umfjöllun um minnkun umsvifa á spítalanum í Morgunblaðinu í dag .

Auk lokana verður einnig dregið úr skipulögðum aðgerðum, eins og venjulega á þessum tíma. Það er til þess að gefa starfsfólki spítalans kost á því að fara í frí auk þess sem sjúklingar vilja síður fara í aðgerðir á þessum tíma árs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert