Leiðrétta kjör þjónustufulltrúa

Á stjórnarfundi Hörpu ohf. í dag kynnti forstjóri Hörpu stjórn félagsins þá ákvörðun sína að greiða þjónustufulltrúum tímakaup sem tekur í meginatriðum mið af þeim samningum sem voru í gildi á síðasta ári.

Þannig vill stjórnin koma til móts við gagnrýni meðal þeirra um kjarabreytingar í tengslum við rekstrarhagræðingu í Hörpu. 

Laun Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, hafa einnig verið lækkuð, að beiðni hennar. Sömuleiðis var á fundinum samþykkt tillaga stjórnarformanns um að falla frá 8% hækkun stjórnarlauna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu.

Breytingin varðandi kjör þjónustufulltrúanna tekur gildi 1. júní nk. og verður tímakaup þá 26,1% yfir taxta stéttarfélags eða að meðaltali 2.935 kr. á klst. í eftirvinnu en 85% vinnustunda þjónustufulltrúa eru á kvöldin og um helgar. Þessar breytingar hafa verið kynntar á fundi með þjónustufulltrúum.

Einnig samþykkti stjórn félagsins tillögu forstjóra um að utanaðkomandi fagaðili geri markaðslaunagreiningu á kjörum þjónustufulltrúa Hörpu sem starfa í hlutastarfi við viðburði þar sem kjör þeirra verða meðal annars borin saman við sambærileg störf annars staðar. Leitað hefur verið til ráðgjafarfyrirtækisins Attentus mannauður og ráðgjöf ehf. um að annast verkið.

Jafnframt verður í samráði við starfsmenn hafinn undirbúningur að gerð starfsmats og markaðslaunagreiningar fyrir öll störf hjá Hörpu ohf. og í framhaldinu unnið að því að Harpa leiti eftir jafnlaunavottun á grundvelli þess starfsmats.

„Forráðamenn Hörpu vilja að félagið greiði starfsmönnum sínum sanngjörn og góð laun í samræmi við starfskjarastefnu félagsins. Þar segir að kjör starfsfólks „skuli vera samkeppnishæf við sambærileg fyrirtæki og miðast við þann markaðshóp sem hver starfsmannahópur tilheyrir“. Með ofangreindum aðgerðum er leitast við að tryggja að þessu ákvæði starfskjarastefnunnar verði fullnægt og að sátt náist um launakjör starfsmanna,“ segir í tilkynningunni.

Tilkynningin í heild sinni: 

„Á stjórnarfundi Hörpu ohf. í dag kynnti forstjóri Hörpu stjórn félagsins þá ákvörðun sína að greiða þjónustufulltrúum tímakaup sem tekur í meginatriðum mið af þeim samningum sem voru í gildi á síðasta ári. Þannig er komið til móts við gagnrýni meðal þeirra um kjarabreytingar í tengslum við rekstrarhagræðingu í Hörpu. Breytingin tekur gildi 1. júní n.k. og verður tímakaup þá 26,1% yfir taxta stéttarfélags eða að meðaltali 2.935 kr. á klst. í eftirvinnu en 85% vinnustunda þjónustufulltrúa eru á kvöldin og um helgar. Þessar breytingar hafa verið kynntar á fundi með þjónustufulltrúum.

Einnig samþykkti stjórn félagsins tillögu forstjóra um að utanaðkomandi fagaðili geri markaðslaunagreiningu á kjörum þjónustufulltrúa Hörpu sem starfa í hlutastarfi við viðburði þar sem kjör þeirra verða m.a. borin saman við sambærileg störf annars staðar. Leitað hefur verið til ráðgjafarfyrirtækisins Attentus mannauður og ráðgjöf ehf. um að annast verkið.

Jafnframt verður í samráði við starfsmenn hafinn undirbúningur að gerð starfsmats og markaðslaunagreiningar fyrir öll störf hjá Hörpu ohf. og í framhaldinu unnið að því að Harpa leiti eftir jafnlaunavottun á grundvelli þess starfsmats.

Forráðamenn Hörpu vilja að félagið greiði starfsmönnum sínum sanngjörn og góð laun í samræmi við  starfskjarastefnu félagsins. Þar segir að kjör starfsfólks „skuli vera samkeppnishæf við sambærileg fyrirtæki og miðast við þann markaðshóp sem hver starfsmannahópur tilheyrir“. Með ofangreindum aðgerðum er leitast við að tryggja að þessu ákvæði starfskjarastefnunnar verði fullnægt og að sátt náist um launakjör starfsmanna.

Hinn 8. maí sl. sendi Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, frá sér yfirlýsingu um að til þess að stuðla að sátt um nauðsynlegar hagræðingaraðgerðir í Hörpu myndi hún óska eftir því við stjórn að laun hennar yrðu lækkuð úr þeirri upphæð sem samið var um í upphafi,  og að þau yrðu í samræmi við úrskurð Kjararáðs sem barst eftir að gengið var frá ráðningu hennar. Laun forstjóra Hörpu heyrðu ekki undir úrskurð ráðsins eftir 1. júlí 2017.  Stjórn Hörpu staðfesti þessa lækkun og gildir hún frá 1. júní.

Á stjórnarfundinum var einnig samþykkt tillaga stjórnarformanns um að falla frá 8% hækkun stjórnarlauna sem samþykkt var á aðalfundi félagsins þann 26. apríl.  Laun stjórnarmanna haldast því óbreytt frá árinu 2013.

Starfsmenn Hörpu sinna á hverju ári á annað þúsund viðburðum og taka um leið þátt í því krefjandi verkefni að bæta rekstur Hörpu. Mikilvægt er að byggja á þeim árangri sem náðst hefur og tryggja stöðugleika í starfsumhverfi Hörpu.  Sérstök stefnumótunarvinna fer nú fram innan Hörpu með þátttöku helstu hagsmunaaðila og mun niðurstaða þeirrar vinnu marka brautina fyrir starfsemina á næstu árum.  Stjórn Hörpu vill stuðla að víðtækri sátt og samstöðu um starfsemina í húsinu enda er hlutverk Hörpu í menningarlífinu og samfélaginu afar mikilvægt.“

mbl.is

Innlent »

Andlát: Einar Sigurbjörnsson

05:30 Einar Sigurbjörnsson, fyrrverandi prófessor í guðfræði, lést á Vífilsstöðum 20. febrúar síðastliðinn á sjötugasta og fimmta aldursári. Meira »

Eftirlitið kostað milljarða króna

05:30 Ekki reyndist unnt að svara með fullnægjandi hætti fyrirspurn Birgis Þórarinssonar alþingismanns sem laut að rekstrarkostnaði gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands. Meira »

Krossgjafaskipti í burðarliðnum

05:30 Bið eftir nýrnagjöf ætti að styttast komist á samkomulag um svonefnd krossgjafaskipti innan Norðurlandanna en undirbúningur að því er vel á veg kominn. Meira »

Benda hvorir á aðra

05:30 Samtök atvinnulífsins og Eflingu greinir á um hvað felist í kröfugerð félagsins, en samtökin halda því fram að hún feli í sér frá 59% og upp í 82% hækkun á mánaðarlaunum eftir launaflokkum og aldursþrepi, þannig að núgildandi byrjunarlaun í lægsta þrepi færu úr 266.735 krónum í 425.000 krónur. Meira »

Semja skýrslu um bankastjóralaun

05:30 Bankasýsla ríkisins, sem fer með 98,2% eignarhlut ríkisins í Landsbankanum og 100% eignarhlut í Íslandsbanka, hefur sent Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, bréf, vegna launa og starfskjara framkvæmdastjóra félaga í meirihlutaeigu ríkisins. Meira »

Leyfa ekki innflutning á ógerilsneyddri mjólk

05:30 Ekki stendur til að leyfa innflutning á ógerilsneyddum mjólkurafurðum. Þetta kemur fram í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins við yfirlýsingu Bændasamtaka Íslands (BÍ) og fréttum Morgunblaðsins í gær. Meira »

Verða opnar áfram

05:30 „Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Sigurður Þorgeir Jónasson, verslunarstjóri Toys'R'Us á Smáratorgi, þegar hann er spurður um framtíð verslananna hér á landi. Meira »

Verðið lægra en gengur og gerist

05:30 Af þeim 60 íbúðum sem byggingarsamvinnufélag Samtaka aldraðra byggir nú í Austurhlíð 10 í Reykjavík, í grennd við Kennaraháskólann, eru 53 seldar, en íbúðirnar verða afhentar um mitt ár 2021. Þetta eru fyrstu íbúðirnar sem félagið byggir sjálft síðan skömmu eftir hrun, eða í áratug. Meira »

Eins og að ganga inn í aðra veröld

Í gær, 23:45 „Ég ólst upp við mikla tónlist á mínu æskuheimili, pabbi er mjög músíkalskur og hann spilar á mörg hljóðfæri. En ég var alltaf frekar feimin og byrjaði ekki að syngja fyrr en ég var orðin táningur. Þegar ég byrjaði í Versló fór ég alveg á fullt í þetta, tók þátt í öllu sem ég gat í skólanum, öllum söngleikjum og söngkeppnum,“ segir Elín Harpa Héðinsdóttir. Meira »

Konan sigursælust

Í gær, 22:50 Kona fer í stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar stóð uppi sem sigurvegari á Edduhátíðinni 2019 sem lauk á ellefta tímanum í kvöld. Kvikmyndin hafði verið tilnefnd til 10 verðlauna og vann þau öll, m.a. sem kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn, handrit, leikkonu í aðalhlutverki og tónlist. Meira »

Smakkar ekki kökuna fyrr en hún hefur unnið

Í gær, 22:40 „Ég hef fyrst og fremst áhuga á faginu og metnað til að gera vel og framleiða góða vöru fyrir viðskiptavinina,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, höfundur köku ársins 2019. Meira »

Egill Eðvarðsson heiðraður

Í gær, 22:35 Heiðursverðlaunahafi Eddunnar í ár er Egill Eðvarðsson, sem hefur starfað við íslenska sjónvarps- og kvikmyndagerð í hartnær 50 ár – og er enn að. Hann kveðst þó aldrei hafa leitt hugann sérstaklega að því að sjálfur ætti hann eftir að standa á sviðinu og taka á móti Eddu-verðlaunum. Meira »

Lagði Þjóðverjum lið við val á lagi

Í gær, 22:25 Einar Bárðarson dæmdi í kvöld í söngvakeppni þýska ríkissjónvarpsins (d. Unser lied für Israel), en Einar er landsmönnum meðal annars kunnugur fyrir að hafa samið lagið Birta (e. Angel) sem var framlag Íslands í Eurovision árið 2001 auk fjölda annarra slagara. Meira »

Eldur kom upp í bifreið á Bústaðavegi

Í gær, 22:14 Eldur kom upp í bifreið á gatnamótum Bústaðavegar og Litluhlíðar um áttaleytið í kvöld.  Meira »

Í verkfall fyrir loftslagið: Myndir

Í gær, 22:05 Fjöldi fólks, aðallega ungs fólks og nemenda, kom saman á Austurvelli í dag til þess að mótmæla aðgerðaleysi vegna loftslagsbreytinga. Ljósmyndari mbl.is fór á staðinn. Meira »

Vinna með virtu fólki í bransanum

Í gær, 21:45 „Við vorum búnir að vera á sama stað í átta ár og þurftum á ákveðinni breytingu að halda. Það er gott að prófa nýja hluti og kannski að taka skrefið upp á við,“ segir leikstjórinn Gunnar Páll Ólafsson. Meira »

Fjúkandi fiskikör í Ólafsvík

Í gær, 21:38 Lögreglan í Ólafsvík hefur lokað fyrir umferð á hafnarsvæði bæjarins vegna fiskikara og ruslatunna sem fjúka um svæðið. Auk hífandi roks er sjávarstaða afar há, en vindhviður í Ólafsvík hafa farið allt upp í 27 metra á sekúndu í kvöld. Meira »

1,6 milljónir fyrir ólögmæta handtöku

Í gær, 21:30 Landsréttur dæmdi karlmanni 1,6 milljónir króna í skaðabætur vegna handtöku og gæsluvarðhalds sem hann sætti í tvo sólarhringa auk einangrunar í sex sólarhringa. Maðurinn var grunaður um kynferðisbrot gegn 16 ára gamalli stúlku í félagi við fjóra aðra menn. Meira »

Sátu fastir um borð vegna hvassviðris

Í gær, 21:16 Um 500 farþegar sátu fastir um borð í þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli um tíma í kvöld vegna hvassviðris, en landgangar flugvallarins eru teknir úr notkun þegar vindhraði fer upp í 50 hnúta. Meira »
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Í boði á bokmenntir.netserv.is
Anna í Grænuhlíð I-III. Íslenskar ljósmæður I-II. Forn frægðarsetur I-IV. Fles...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
Er kominn tími á framkvæmdir?
Múrari: Lögg. múraram... og málari geta bætt við sig verkefnum, múrverk, flísala...