Dagpeningar ríkisstarfsmanna ákveðnir

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. mbl.is/Ófeigur

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins.

Vegna gistingar og fæðis í einn sólahring eru greiddar 35.900 krónur og vegna gistingar í einn sólarhring eru greiddar 24.600 krónur.

Fyrir fæði hvern heilan dag, þar sem ferðalagið er minnst 10 tímar, eru greiddar 11.300 krónur og fyrir fæði hvern hálfan dag, þar sem ferðalagið er minnst 6 tímar, eru greiddar 5.650 krónur.

Meginreglan er sú að greiða skal kostnað vegna ferðalaga innanlands, s.s. fargjöld, fæði og gistingu, eftir reikningi. Viðmið ferðakostnaðarnefndar eru hámarksupphæðir vegna greiðslu slíkra reikninga, að því er kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Þessir dagpeningar gilda frá og með 1. júní. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert