Lögreglu bárust lengi ábendingar

Brotist var inn í þrjú gagnaver í desember og janúar.
Brotist var inn í þrjú gagnaver í desember og janúar.

Rannsókn lögreglu á einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar stendur enn yfir og er sögð vera á lokastigum. Þýfið, 600 tölvur sem metnar eru á um 200 milljónir króna, er hins vegar ófundið.

Brotist var inn á þremur stöðum í Reykjanesbæ og Borgarbyggð og reynt að brjótast inn á þeim fjórða. Innbrotin þrjú voru framin á tímabilinu frá 5. desember síðastliðnum til 16. janúar.

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir lögreglunni hafa borist fjölmargar ábendingar um málið en engin þeirra hafi leitt að tölvunum. „Íslenskur almenningur á hrós skilið og var fólk í langan tíma að koma með ábendingar til okkar. En þótt þær hafi ekki leitt til neins þá sýnir þetta mikinn áhuga almennings og vilja til að aðstoða lögreglu,“ segir hann um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert