Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald

mbl.is/Eggert

Héraðsdómur Suðurlands hefur í dag fallist á kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi um að framlengt skuli gæsluvarðhald yfir karlmanni, sem grunaður er um að hafa orðið valdur að bana bróður síns á sveitabæ í uppsveitum Árnessýslu 31. mars sl., allt til 22. júní nk.

Þetta kemur fram á vefsíðu lögreglunnar.

Þar kemur enn fremur fram að rannsókn málsins sé lokið, unnið er að frágangi gagna og verður málið sent héraðssaksóknara til ákærumeðferðar á næstu dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert