Hætta við að fjárfesta í hótelum

Framkvæmdir við hótel hafa verið mjög mikil hér á landi ...
Framkvæmdir við hótel hafa verið mjög mikil hér á landi undanfarið. Nú gæti verið komið að því að það hægi þar a. mbl.is/​Hari

Hreiðar Hermannsson, forstjóri Stracta hótels, segir dæmi um að fjárfestar hafi hætt við uppbyggingu hótela. Þá séu bankar farnir að stíga á bremsuna í hótelverkefnum.

„Listi fyrirhugaðra hótela er ótrúlegur. Ég hef trú á því að aðeins brot af þessum hótelum verði byggt,“ segir Hreiðar um stöðuna.

Vegna óvissu um kjaramál og sterks gengis krónunnar haldi erlendir aðilar að sér höndum með fjárfestingu í ferðaþjónustunni. Rætt sé um miklar launahækkanir.

Áformað var að byggja tugi hótela víðsvegar um landið á næstu árum. Verði mörg þeirra sett á ís mun fjárfesting í landinu verða minni sem því nemur, sem og hagvöxtur.

Feðgarnir Hermann Hreiðarsson og Hreiðar Hermannsson stóðu á bak við ...
Feðgarnir Hermann Hreiðarsson og Hreiðar Hermannsson stóðu á bak við byggingu Stracta-hótelanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spáir samdrætti í ár

Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótels Keflavíkur, spáir færri bókunum í júní nú en í fyrra. „Ég held að þetta verði varnarbarátta og að það verði einhver samdráttur á árinu.“

Tölur Hagstofunnar benda til samdráttar í seldum gistinóttum í öllum landshlutum í apríl. Sé litið til fyrstu fjögurra mánaða ársins er hins vegar aðeins samdráttur í þremur landshlutum af sex.

Samdrátturinn á fyrstu fjórum mánuðum ársins er mestur á Suðurnesjum, eða 7%. Steinþór Jónsson segir bókanir hafa tekið skarpa dýfu í maí. Hópar hafi afbókað gistingu.

Samdrátturinn milli ára í apríl er mestur á Austurlandi, eða 22%.

Þráinn Lárusson, eigandi Hótels Hallormsstaðar og Hótels Valaskjálfar, rifjar upp áform síðustu ríkisstjórnar um skattahækkanir á ferðaþjónustuna. Umræðan ein og sér í fyrra hafi leitt til færri bókana í ár. Nú séu áhrifin að ganga til baka.

HM muni draga úr eftirspurn

Þá telur Þráinn að Heimsmeistaramótið í knattspyrnu muni hafa marktæk áhrif á eftirspurn í íslenskri ferðaþjónustu. Reynslan af fyrri mótum bendi til þess.

Erna Hauksdóttir, fv. framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir vísbendingar um að HM dragi úr innlendri eftirspurn eftir gistingu á landsbyggðinni.

Ásamt þessari þróun kann hærra fasteignamat að leiða til hærri fasteignagjalda hjá hótelum. Kristófer Oliversson, eigandi CenterHotels-keðjunnar, segir þetta munu íþyngja rekstrinum enn frekar.

Líkt og í hótelgeiranum er titringur í fluggeiranum. Verðstríð á mörkuðum er talið munu reyna fjárhagslegan styrk flugfélaganna.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Twitter í ljósum logum eftir eldingar

19:27 Þrumur og eldingar eru tiltölulega sjaldgæfar á Íslandi, hvað þá í desember, en Twitter-notendur láta ekki sitt eftir liggja í að tjá sig um veðrið nú gengur yfir Suðvesturland. Flestir sjá á þessu spaugilegar hliðar á meðan öðrum er minna skemmt. Meira »

Svefnlyf sem mótvægi við metýlfenídati

19:20 Íslendingar nota fimmfalt meira af amfetamínskylda efninu metylfenídati en Danir og Norðmenn. Gríðarleg aukning hefur verið í notkun svona efna. Meira »

Frumvarp um tjáningarfrelsi lagt fram

18:56 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp forsætisráðherra um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Meira »

Þrumur og eldingar á Suðvesturlandi

18:40 Vart hefur orðið við þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins nú síðdegis og samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands mælast eldingarnar nokkuð tíðar. Meira »

Fundi vegna Klaustursmáls frestað

18:37 Opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem átti að halda á morgun vegna ummæla þingmanna Miðflokksins um meinta sendiherrastöðu fyrir Gunnar Braga Sveinsson hefur verið frestað. Meira »

Bruni í bílskúr á Hvammstanga

18:22 Bruni varð í bílskúr við heimahús á Hvammstanga síðdegis í dag. Eldur kviknaði við þurrkara í bílskúrnum og er talið að það hafi gerst út frá rafmagni. Slökkvilið réði niðurlögum eldsins, sem náði ekki að breiða úr sér. Meira »

Bára fer fyrir héraðsdóm á mánudag

18:01 Bára Halldórsdóttir hefur verið boðuð til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna beiðni frá Reimari Péturssyni lögmanni fyrir hönd fjögurra einstaklinga um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna. Meira »

„Fullkomlega óboðleg vinnubrögð“

17:41 Félag íslenskra bifreiðaeigenda leggst gegn öllum hugmyndum þingmanna um auknar álögur á bíla og umferð. Félagið mótmælir „yfirstandandi hraðferð vegtolla í gegnum Alþingi.“ Meira »

Dæmdur fyrir nauðgun á Hressó

17:29 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Hemn Rasul Hamd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Einnig var hann dæmdur til að greiða 1,5 milljónir króna í miskabætur með vöxtum. Meira »

Fáeinir metrar skildu á milli skipa

17:23 Litlu munaði að togari og hvalaskoðunarskip skyllu saman í Reykjavíkurhöfn í nóvember í fyrra. Þegar styst var á milli skipanna tveggja voru ekki nema 3-4 metrar sem skildu á milli. Meira »

Segja afkomutengd veiðigjöld lækkun

17:22 Fulltrúar allra ef ekki flestra flokka hafa talað fyrir því að gjöld endurspegla afkomu og færa álagningu nær tíma, sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Hér er verið að gera einmitt þetta að færa álagningu nær í tíma og miða hana af afkomu.“ Meira »

Veggjöld verða að vera sanngjörn

17:00 „Það eru skiptar skoðanir um vegtolla. Maður heyrir það að fólk vill ekki borga meiri skatta, en auðvitað vill fólk að vegakerfið sé í lagi,“ segir Kolbrún Jóna Pétursdóttir, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Meira »

Toyota innkallar þúsundir bíla

16:51 Toyota á Íslandi þarf að innkalla um 4000 Toyota-bifreiðar. Grunur leikur á um að loftpúðar bílanna séu gallaðir.  Meira »

Gefur hluta launa sinna í styrktarsjóð

15:58 Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins gefur 100.000 kr á mánuði í nýstofnaðan styrktarsjóð flokksins, Maístjörnuna. Sjóðnum er ætlað að gera fátækum kleift að ná vopnum sínum. Meira »

Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt

15:13 Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til nýrra laga um veiðigjöld, hefur verið samþykkt á Alþingi með 32 atkvæðum. Sextán þingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og tíu sátu hjá. Meira »

„Málið svæft í nefnd“

14:39 Það voru vonbrigði að meirihlutinn felldi tillögu um afnám krónu á móti krónu skerðingu og að málið skuli svæft í nefnd, sagði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag um rök meirihlutans fyrir því að afgreiða ekki tillögu um að afnema krónu á móti krónu skerðingu frá áramótum 2020. Meira »

Gallabuxur fyrir neðan virðingu Alþingis

14:05 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti á Alþingi í dag áhyggjum af tilslökun hefða og að ekki nægileg virðing fyrir þinginu væri sýnd með því að brjóta gegn reglum þingsins um klæðaburð. Meira »

Játa að hafa ráðist á dyraverði

13:58 Tveir karlmenn sem ákærðir eru fyrir líkamsárás á dyraverði við skemmtistaðinn Shooters aðfaranótt sunnudags 26. ágúst í ár játa sök í öðrum tveggja ákæruliða. Seinni liðnum var hafnað að mestu. Meira »

Mátti ekki synja fólki um greiðsluþátttöku

13:42 Ekki má synja fólki um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga vegna öryggiskallkerfis, á þeim forsendum einum að viðkomandi leigi íbúð af sveitarfélagi. Túlkun stjórnvalda þess efnis á reglugerð var ekki í samræmi við lög að áliti umboðsmanns. Meira »
Ljósmyndanámskeið fyrir byjendur
Flott námskeið fyrir þá sem vilja læra á myndavélina og ná enn betri myndum. ...
Handlaug með blöndunartækjum og festingu.
Notuð handlaug til sölu með blöndunartækjum og festingu á vegg. kr. 3 þúsund kr...
Skápur til sölu.
Furuskápur hæð,2.m breidd 0,71meter. 6000.kr. uppl.8691204....
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterkbyggðu HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Mex byggi...