Segir ekki svigrúm í lögum fyrir frest

Herjólfur sigldi frá Þorlákshöfn á kjördag og hefðu því atkvæðin …
Herjólfur sigldi frá Þorlákshöfn á kjördag og hefðu því atkvæðin ekki náð fyrir lokun kjörstaða hefðu þau farið með skipinu.

Jóhann Pétursson, formaður yfirkjörstjórnar í síðastliðnum sveitarstjórnarkosningunum í Vestmannaeyjum, man ekki til þess að svigrúm hafi verið gefið til að koma atkvæðum til Vestmannaeyja vegna slæms veðurs í öðrum kosningum sem hann hefur verið viðriðinn undanfarna tvo áratugi eða svo. „Lögin gefa ekki svigrúm til slíks að mínu mati,“ segir Jóhann.

Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum kærði úrslit kosninganna til sýslumanns í gær. Fjögur atkvæði voru flutt með krókaleiðum til Vestmannaeyja, frá Reykjavík til Landeyjahafnar og þaðan til Eyja með slöngvubát í slæmu veðri þar sem ekki var flogið vegna slæms skyggnis og Herjólfur náði ekki til Vestmannaeyja fyrir lokun kjörstaðar. Atkvæðin voru ekki tekin gild þar sem þú bárust einhverjum sekúndum of seint.

Einum kjörseðli munaði á útgefnum kjörseðlum og greiddum atkvæðum í kosningunum. Jóhann segir að það komi alloft fyrir í kosningum að slíkt gerist, yfirleitt vegna mistaka við skráningu. „Við tvítöldum sérstaklega vegna þessa, en yfirleitt er þetta vegna skráningar og gerist alloft. Það er þá okkar hlutverk sem yfirkjörstjórnar að leita skýringa og bóka um málið,“ segir Jóhann. 

Hann segir kæruna ekki vera á borði yfirkjörstjórnar heldur sýslumanns en býst við því að leitað verði álits til yfirkjörstjórnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert