Þurfi ekki að treysta á kunningsskap

Velferðarráðuneytið.
Velferðarráðuneytið. mbl.is/Eggert

Maður sem greindist með alvarlegt afbrigði af Parkinson-sjúkdómnum segir það ekki ganga að fólk verði að treysta á persónuleg tengsl til að fá greiningu.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV

Velferðarráðuneytið vill ekki veita fleiri læknum aðild að rammasamningi um sérfræðiþjónustu.

Beiðni Önnu Björnsdóttur, sem stundar sérfræðinám í meðferð Parkinsons-sjúkdómsins við Duke-háskólann í Bandaríkjunum, um að koma heim og starfa á stofu var hafnað af Sjúkratryggingum og velferðarráðuneytinu.

Heimir Jónasson, sem greindist með Parkinson plús MSA, er óánægður með þetta. Hann beið lengi eftir greiningu en komast á endanum að vegna góðra tengsla.

„Maður þekkti mann sem þekkti forstjóra sem tók upp símann og hringdi í yfirlækni og pantaði fyrir mig myndatöku og svona. Það stytti tímann verulega. Það eru ekki allir í þessari aðstöðu. Á kerfið okkar að vera nákvæmlega svona?“ sagði hann í samtali við RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert