Gengu berbrjósta frá Austurvelli

Berbrjósta konur gengu frá Alþingishúsinu við Austurvöll að Listasafni Íslands í tilefni af opnun sýningarinnar Demoncrazy á Listahátíð Reykjavíkur.

Gjörningurinn, sem hófst klukkan 18, vakti að vonum athygli gangandi vegfarenda í miðbænum.

Áður hafði ljósmyndasýning opnað á Austurvelli í tengslum við Demoncrazy.

„Berbrjósta ungar konur standa ákveðnar og sterkar við málverk, ljósmyndir og styttur af karlmönnum í opinberum rýmum. Þær horfa beint í myndavélina og ögra þeirri jakkafataklæddu, miðaldra og karlkyns ímynd valdsins sem þær hafa alist upp við. Þær eru komnar til að vera. DEMONCRAZY er röð ljósmynda í yfirstærð sem sýndar eru á Austurvelli,“ segir á vef Listahátíðar um ljósmyndasýninguna.

mbl.is/Arnþór
mbl.is/Arnþór
mbl.is/Arnþór
mbl.is/Arnþór
mbl.is/Arnþór
mbl.is