Flókin rannsókn

Gagnaver á Reykjanesi.
Gagnaver á Reykjanesi. vb.is/Hilmar Bragi

Rannsókn á tölvustuldi úr gagnaverum á Suðurnesjum stendur enn yfir. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir málið afar flókið.

Þegar hann er spurður að því hvers vegna rannsóknin taki svo langan tíma segir hann ástæðurnar vera þær að erfitt sé að ná tali af fólki sem tengist málinu á einn eða annan hátt.  „Það hefur gengið illa að ná í þá sem við þurfum að taka skýrslur af,“ svarar Ólafur.

Í Morgunblaðinu í dag segist hann ekki geta sagt meira um málið enn sem komið er enda vilji hann ekki hafa áhrif á rannsókn þess.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert