Hlaut fjölda verðlauna fyrir námsárangur

Karólína Andrea Gísladóttir með prófskírteinið.
Karólína Andrea Gísladóttir með prófskírteinið. Ljósmynd/Aðsend

„Ég eiginlega bara nýtti tímann minn mjög vel. Ég skipulagði mig og setti mér markmið,“ segir Karólína Andrea Gísladóttir, sem brautskráðist sem dúx frá Fjölbrautaskóla Vesturlands með einkunnina 9.88, um það hvernig hún fór að því að ná þeim glæsilega árangri.

„Skipulagið er allavega númer eitt, tvö og þrjú. Annars hefði ég aldrei getað komist svona vel í gegnum þetta,“ bætir hún við.

Árangur Karólínu náðist ekki án eftirtektar því að hún hlaut fjöldann allan af verðlaunum og viðurkenningum fyrir námsárangurinn þar á meðal fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði, árangur í íþróttum sem og tungumálum, bæði erlendum tungumálum og íslensku.

Þá fékk hún bæði styrk frá Akraneskaupstað og styrk frá Háskólanum í Reykjavík fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum.

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, afhendir Karólínu Andreu námsstyrk fyrir …
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, afhendir Karólínu Andreu námsstyrk fyrir afburða námsárangur. Ljósmynd/Aðsend

Karólína, sem er þessa dagana að læra fyrir inntökupróf í læknisfræði, er með mjög víðtækt áhugasvið að hennar sögn og finnst engin fög leiðinleg en raungreinar eru „lang skemmtilegastar“ að hennar mati.

Útskriftarferðin mun bíða vegna inntökuprófsins, en hún og vinir hennar stefna á að fara um jólin. Áfangastaðurinn hefur ekki verið ákveðinn en Indónesía heillar mjög mikið.

Karólína fagnar með vinkonum sínum.
Karólína fagnar með vinkonum sínum. Ljósmynd/Aðsend

Í sumar ætlar Karólína starfa á Heilbrigðisstofnun Vesturlands og þar sem hún mun sinna umönnunarstörfum.

Karólína Andrea með Gísladóttir.
Karólína Andrea með Gísladóttir. Ljósmynd/Aðsend
Karólína Andrea Gísladóttir.
Karólína Andrea Gísladóttir. Ljósmynd/Aðsend
Karólína Andrea og Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skólameistari FVA.
Karólína Andrea og Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skólameistari FVA. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is