Nýtti landlegu til að fermast

Gústi á Kapinni var á sjónum nær alla starfsæfina.
Gústi á Kapinni var á sjónum nær alla starfsæfina.

„Þetta er viðurkenning á lífsstarfinu sem byrjaði á trillu norður á Ströndum þar sem ég er fæddur og uppalinn,“ segir Ágúst Guðmundsson, vélstjóri í Vestmannaeyjum sem heiðraður var á sjómannadaginn sem haldinn var í Eyjum í gær.

„Fólki leist ekki vel á að ég væri að róa norður af Djúpavík á trétrillu með afa mínum sem var gamall hákarlaformaður á níræðisaldri,“ segir Ágúst sem lenti í vandræðum, vegna sjósóknar, með að finna tíma til þess að fermast.

„Ég var að róa fermingarvorið mitt og handleggsbrotnaði. Það þurfti að flytja mig sjóleiðina til Hólmavíkur og þaðan með Catalina-flugbáti til Reykjavíkur og ég missti af fermingunni,“ segir Ágúst og bætir við að presturinn hafi ekki komið í Trékyllisvík aftur fyrr en í lok ágúst þar sem eina leiðin til að komast norður á Strandir var sjóleiðis með Skjaldbreiðinni til Hólmavíkur og þaðan með bát yfir á Strandirnar.

Sjá samtal við Ágúst í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert